Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Qupperneq 100
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
og sérfræðingurinn segir í sögunni Kónga-
liljur. En í þessum heimi verSur jafnvel
góSleikinn ekki söpupersónum Ástu til
bjargar: þegar hin fordrukkna stúlka ætlar
aS sýna hefSarmanninum þakklæti sitt fyr-
ir þaS hve mikiS hann var búinn aS gera
fyrir hana endar allt meS ósköpum í baS-
herberginu!
Þessar sögur eru misjafnar aS gæSum,
þótt þær beri allar vott um mikla kunnáttu.
Þrjár þær fyrstu: Sunnudagsmorgunn til
mánudagsmorguns, Gatan í rigningu,
Draumurinn og / hvaSa vagni eru allar
meistaralega vel gerSar, laugaSar kaldrana-
legri gamansemi, er hylur harminn, sem
undir býr, hispurslausar, án tæpitungu, svo
sem efninu hæfir. í þessum sögum er engu
ofaukiS, ekkert vansagt. Einkum er Draum-
urinn átakanleg saga, ljóSræn og hvöss í
senn. Þá er eg illa svikinn, ef sú saga verS-
ur ekki tekin í úrvalssöfn íslenzkra smá-
sagna.
Seinasta saga bókarinnar, MaSurinn og
húsiS hans, er nærfærnisleg frásögn um
hina hljóSlátu gleSi, sem lífiS veitir fátæk-
um gömlum manni og þurftarlitlum, er
blessar kaffiS sitt og kofann sinn, sáttur viS
alla menn og á sér aSeins þá ósk, aS mega
deyja í þessum kofa. Bókin endar í friS-
sælli lygnu, stormana hefur lægt. Kannski
hefur skáldkonan viljaS meS þessu draga
úr áhrifum næstsíSustu sögu bókarinnar,
Dýrasögunnar, sem lýkur í örvæntingu.
Þetta er grimmúSug saga um mannlegan
sadisma: og svo hleypur stóra, stóra dýriS
á eftir litla dýrinu, svona svona hart, — en
þaS er ekkert hrætt og ekkert þreytt eins
og litla dýriS — því þykir bara voSa gam-
an, þetta er leikurinn þess — eins og kisu
þykir svo gaman aS kvelja litlu músina áS-
ur en hún drepur hana — voSa, voSa gam-
an. ÞaS er stjúpinn sem kvelur litlu stjúp-
dóttur sína meS því aS segja henni þessa
dýrasögu í myndum. En þetta er ekki aS-
eins saga um sadisma. Þetta er sagan um
stórveldiS og smáþjóSina, og íslenzkur les-
andi getur sjálfur ráSiS í, hvaS viS er átt:
Litla dýriS átti enga von —- þaS var dauSa-
dæmt og komst aldrei í holu sína.
ÞaS er von mín aS Ásta SigurSardóttir
haldi áfram aS segja okkur sögur.
Sverrir Kristjánsson.
GuSmundur Daníelsson:
Sonur minn Sinfjötli
Skáldsaga.
ísafoldarprentsmiSja 1961.
Átæpum þrem áratugum hefur GuS-
mundur Daníelsson sent frá sér á
þriSja tug bóka, skáldsögur, ferSaþætti,
leikrit og ljóS. Tvær síSustu skáldsögur
hans eru sögulegar og efni hinnar síSustu
sótt langt aftur í aldir, rakinn þráSur Völs-
ungasögu, en fræSimenn telja hana stySjast
viS atburSi á fjórSu og fimmtu öld eftir
burS Krists.
GuSmundur Daníelsson hefur samiS
skáldsögu sína upp úr tíu fyrstu kapítulum
Völsungasögu, þar sem segir frá Völsungi
konungi á Saxlandi, Sigmundi syni hans og
Signýju dóttur, brúSkaupi Signýjar og Sig-
geirs konungs á Gautlandi, þar segir frá því
er Siggeir sveik tengdaföSur sinn og mága
og gekk af þeim dauSum öllum nema Sig-
mundi er leyndist á annan áratug í mörk-
inni og beiS þess aS koma fram hefndum.
GuSmundur virSist rekja söguþráS Völs-
ungasögu all nákvæmlega og víkur hvergi
frá heimild sinni stórvægilega. í dulargervi
leggst Signý meS bróSur sínum í jarShúsi
hans, elur síSan son þeirra, Sinfjötla, og er
allt í því skyni gert aS „varSveita nú Völs-
ungakyni veg Völsunga." Ekki veit Siggeir
annaS en Sinfjötli sé réttborinn sonur hans
sjálfs og tekst Signýju þannig aS „leiSa
90