Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Side 67

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Side 67
GÍSLI KOLBEINSSON Á Grænlandsmiðum TOGARINN klauf silfurgráa undirölduna og á milli hryggjanna léku sér skuggar og hafið bjó yfir duldu lífi og leyndardómum. Það var þoka og skipið sigldi með hægri ferð. Á þessum slóðum mátti bú- ast við ísreki og jafnvel borgarísj ökum og skipstjórinn rýndi í ratsjána og þeir höfðu mann á verði frammá hvalbaknum. í þrjár klukkustundir höfðu þeir lónað svona suður á bóginn, því þeir voru að skipta um mið og toghler- arnir héngu í keðjunum úti á síðunni, en slapandi afturhlerinn stakkst undir vatnsborðið og dróst með skriði skipsins og ruddi boðaföllum á undan sér. Svo sá skipstjórinn lítinn hvítan punkt á ratsj árskífunni og sagði: — Komdu í bakborða. Hásetinn við stýrið sneri hjólinu og skipið tók að sveigja í borðið og þoku- veggurinn rann hjá stefninu eins og múr úr óræðu efni. — Bátur á stjórnborða! kallaði maðurinn á hvalbaknum. — Bátur? Skipstjórinn hvarf frá ratsjánni og stakk höfðinu út um einn gluggann, og þarna úti þar sem gráminn leystist sundur í þröngan sjónhring eins og lítil vök á ísbreiðu, þar kom lítil kæna í ljós og sjómennina rak í rogastanz, því þeir voru um fjörutíu sjómílur út af vesturströnd Grænlands. — Kannski mannlaus og á reki, sagði hásetinn við stýrið. — Það er maður í honum og hann veifar, sagði skipstjórinn og teygði höndina í vélsímann og hringdi á stopp. Vélarslögin hættu og togarinn rann með tíguleika stálskipsins upp að þessu litla fleyi. Síðan hringdi skipstjórinn á afturábakferð til að taka skriðinn af skipinu. Þeir höfðu verið nokkrir aftur í borðsal að skeggræða og nú komu þeir út á þilfarið að forvitnast um hvað væri á seyði. Þeir röðuðu sér meðfram borð- stokknum miðskips og störðu hljóðir á bátinn og manninn, sem hafði sezt undir árar og reri þennan stutta spöl að togaranum. Þeir struku hálfsmánaðar- gamalt skeggið á hökunni og veltu þessu fyrir sér, en maðurinn í bátnum skimaði yfir öxl sér, dró inn árarnar og seildist upp á borðstokksbrúnina. 57
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.