Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Blaðsíða 49
LIST OG KAPÍTALISMl
Þegar við athugum eðli rómantík-
urinnar, þessarar heillandi mótsagna-
kenndu stefnu, hljótum við strax að
sjá, að það var afar mismunandi í
hinum ýmsu löndum, að á einum
staðnum bar mest á þessum þætti
hennar og annars staðar á öðrum. í
hetju rómantíkurinnar, Lord Byron,
er allt jafnríkt, viðbjóðurinn á prósa-
ískum heimi, sem tekur á sig gervi
lífsleiða, og löngunin til að brjót-
ast út úr þessum heimi, öfgafull ein-
staklingshyggja og huglæg viðhorf
(subjektivismus) og þessu tengist svo
ósvikin uppreisn, vilji til að taka þátt
í frelsisbaráttu þjóðanna. f honum
laust saman aristókratísku stolti og
fífldj arfri uppreisnarþrá, riddaralegu
„andófi“ og borgaralegum tilhneig-
ingum. „Miklir peningar, mikið
frelsi,“ sagði Goethe um hann. f
Frakklandi var hinn byltingarsinnaði
Stendhal arftaki frönsku upplýsingar-
innar og byltingarinnar, hann kallaði
sig rómantíker og að mörgu leyti með
réttu; Goethe, sem dáði hann, skynj-
aði lika rómantísku tilhneigingarnar
í verkum hans. Heine segir í óhlífinni
gagnrýni sinni á rómantíska skólan-
um í Þýzkalandi (sem hann taldist
sjálfur til), að hann sé „eitthvað allt
annað en það, sem í Frakklandi geng-
ur undir sama nafni“, tilhneigingar
hans séu „allar aðrar en frönsku
rómantíkurinnar". Franska róman-
tikin fann nútímatilhneigingum dul-
argervi miðalda, en gat ekki heldur
afneitað arfi byltingarinnar miklu.
Victor Hugo, hinn mikli fulltrúi
franskrar rómantíkur, breyttist úr
málsvara miðaldanna í ákæranda
Napóleons III og verjanda byltingar-
arfsins. Og loks í Austurevrópu þar
sem kapítalisminn var ekki orðinn
ráðandi, og rotið miðaldaskipulag lá
enn á þjóðunum, var rómantíkin tvi-
mælalaus uppreisn, ákall til þjóðanna
gegn innlendum og erlendum kúgur-
um, skírskotun til þjóðlegrar sjálfs-
vitundar og „alþýðleika" gegn léns-
skipulagi, einræði og erlendri áþján.
Skáldskap Byrons sló þar niður eins
og eldingu, hið rómantíska afturhvarf
til þess „upprunalega“, til þjóðfræð-
anna, til alþýðulistar, varð þar að
vakningu gegn vansæmandi ástandi,
hin rómantíska einstaklingshyggja
varð að lausn persónuleikans úr mið-
alda fjötrum. f rómantískri list
Rússa, Pólverja og Ungverja má sjá
óveðurstákn þeirra byltingastorma
borgaralegs lýðræðis, sem í vændum
voru.
Þó rómantíkin í einu landi væri
svona ólík því sem hún var í öðru,
voru henni þó mikilsverð einkenni
sameiginleg alls staðar. Ógeð á þeim
heimi, sem listamaðurinn gat ekki
verið í sátt við, tilfinning um upp-
lausn og ringulreið, sem af sér leiddi
þrá eftir nýrri þjóðfélagslegri
„heild“. Hún leitaði til alþýðunnar,
sagna hennar og ljóða (jafnframt
því, að ,,alþýðan“ var gerð að ein-
39