Tímarit Máls og menningar - 01.02.1962, Qupperneq 26
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Ég þóttist geta ráðið af svip og látbragði andstæðra björgunarfrömuða úr öll-
um landsfjórðungum, að þeir hefðu átt við nokkurn skurðageig að stríða eins
og ég. Auk þess er mér nær að halda að skólageigur hafi verið tiltölulega al-
gengur kvilli í báðum deildum þingsins, því að smám saman varð mér Ijóst
að menntunarleysið yrði mér sízt til baga, ef spádómur öldungsins rættist. Og
hlaut hann ekki að rætast? Gat ég varið það fyrir samvizku minni að sitja hjá
og hafast ekki að, meðan þjóðarskútuna rak æ lengra inn í ólgandi brimskafl?
Bar mér ekki skylda til að fara nú þegar að búa mig undir torvelt bjargráða-
starf, temja mér ósérplægni og fórnarlund, reyna af fremsta megni að brjóta
til mergjar þau vandamál, sem grúfðu yfir þjóðarskútunni og fjöreggi henn-
ar? Ég tók krónupening úr vasa mínum á drungalegu síðkvöldi og virti hann
fyrir mér góða stund, en þvínæst vissi ég ekki fyrr til en ég var kominn inn í
Kringlu, fatageymslu þingmanna, þar sem ung stúlka gætti nokkurra svartra
frakka, hatta og skóhlífa. Hún sat við lítið borð og las að vanda rómantíska
skáldsögu, að þessu sinni eftir Selmu Lagerlöf. Mógullnir lokkar hennar komu
mér jafn mjúklega fyrir sjónir í rafljósabirtu eins og þegar ég hitti hana í and-
dyri þinghússins, fáein skref frá glottandi tákni fallvaltleikans, beinagrindinni
í læknadeild.
Ég útskúfaði rómantískum skáldsögum úr huga mér og minntist ekki á
Selmu Lagerlöf, heldur gekk um gólf með hendur á baki og lýsti yfir því, að
ég ætlaði að verða stjórnmálamaður.
Það fór hrollur um stúlkuna, þrátt fyrir hálsklút og peysu, enda voru glugg-
ar stórir á Kringlu, en ofnar litlir:
Úff! Hvað varstu að segja? spurði hún og leit upp úr bókinni.
Ég ætla að verða stjórnmálamaður.
Jæja, sagði hún í áhugalausum rómi og lagfærði á sér klútinn. Skelfing er
illa kynt í kvöld!
Allir verða að spara, sagði ég.
Hún gegndi því öngvu.
Kolin eru dýr innflutningsvara, sagði ég.
Hún neri saman lófum og virtist stara á eitthvað í fjarska, en síðan hopaði
svipur hennar undan hagspeki minni og augnaráð hennar undan skammdegis-
myrkrinu fyrir utan bera gluggana. Selma Lagerlöf hafði hana aftur á valdi
sínu.
Mér var ekki unnt að láta staðar numið: Hvernig lízt þér á ástandið? spurði
ég. Hvað heldur þú um þjóðarskútuna?
Ha? sagði hún.
16