Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Blaðsíða 21
LIÐINN ALDARFJÓRÐUNGUR
skálda og rithöfunda voru að koma út, stór stund þegar SigurSur Nordal gekk
til liSs viS Mál og menningu og Islenzk menning birtist. ÞaS var stór stund
þegar Halldór Laxness hlaut nóbelsverSlaunin, ánægjuleg stund fyrir Mál og
menningu, sem hefur átt hann í stjóm sinni frá upphafi, ánægjuleg stund fyrir
íslenzku þjóSina aS eiga einn fremsta skáldsagnahöfund í veröldinni og fá
hann viSurkenndan. ÞaS hafa veriS stórar stundir þegar Jón Helgason hefur
heimsótt okkur og komiS meS nýjar bækur. ÞaS var stór stund þegar BókabúS
Máls og menningar var opnuS í nýjum húsakynnum félagsins á Laugavegi 18,
stór stund þegar afmælisútgáfan kom fullgerS. Og þaS eru stórar stundir sem
menn taka ekki eins eftir, þegar koma góSar bækur frá ungum skáldum, eftir
skáld eins og Hannes Sigfússon og Sigfús DaSason, aS sjá neistaflugiS í ljóS-
um Hannesar, kanna sprengiefniS í höndum og orSum Sigfúsar, eins og þeim
sem ég vitnaSi í aS framan. ViS eigum eftir aS lifa margar stórar stundir.
ÞaS er gaman aS hafa komiS á þennan sjónarhól, aS hafa staldraS á þess-
ari hæS, viS vatniS, og séS yfir aldarfjórSunginn, séS himin og jörS speglast
í tímanum og vatninu. ÞaS er gaman aS hafa gefiS sig þessa stund á vald
heimspekinnar, en viS erum ekki hér til aS útskýra heiminn heldur til aS
breyta heiminum. Nýr aldarfjórSungur er kominn, strýkur okkur eins og blær
um vanga. Hann kallar okkur til starfs og dáSa, og tekur okkur meS sér á
vængi nýrra drauma.
11