Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Blaðsíða 29
VERULEIKI OG YFIRSKIN
inga sem það þarfnaðist, töluverður
hluti þeirrar fjárfestingar sem aust-
urþýzka stjórnin ætlaði til uppbygg-
ingar Alþýðulýðveldinu streymdi
beint yfir til Vestur-Þýzkalands og
varð að gróða hinnar „frjálsu sam-
keppni“.
Tilgangur hins bandaríska auð-
valds með sinni sameiningarhug-
mynd handa Evrópu er augljóslega
sá að gera Evrópu einnig að hálfný-
lendu sinni. Það er enn sem komið
er svo miklu sterkara og samþjapp-
aðra en hið evrópska að slík hlyti að
verða afleiðing þess að það fengi
frjálsan aðgang að Vestur-Evrópu.
Bandaríska auðvaldið er nú komið í
slíka úlfakreppu að þ\rí nægir ekki
lengur að arðræna Suður-Ameríku
heldur verður það að halda öllum
hinum kapítalistíska heimi í greip
sinni. Og nú er útflutningur fjár-
magns upp á gamla móðinn ekki leng-
ur óbrigðult ráð til að halda kapítal-
ismanum á lífi, hið nýjasta form im-
períalismans er fólgið í útflutningi
iðnfyrirtækja, en það er miklu arð-
vænlegra að flytja þá vöru til Evrópu
en til hinna vanþróuðu landa.
En bandarískir kapítalistar höfðu
gleymt því í áætlunum sínum um
„sameiningu Evrópu“ að þess var
engin von að þeir héldu áfram að
hafa töglin og hagldirnar í húsi ev-
rópsks kapítalisma eftir að þeir væru
búnir að efla hann svo að hann gæti
staðið af sjálfum sér. Þeir gleymdu
hlutlægum lögmálum kapítalistískrar
þróunar. Það var óhjákvæmilegt að
þegar hinn evrópski kapítalismi var
réttur við fóru hagsmunir hans að
rekast á hagsmuni hins ameríska, unz
nú er svo komið að hinn evrópski
kapítalismi verður að velja á milli
tveggja kosta: annaðhvort að fórna
tilveru sinni ellegar að berjast við
hinn ameríska.1
1 Það er ekki ástæða til að gera of mik-
ið úr því þó franska ríkisstjórnin virðist nú
ein á báti í „harðri" andstöðu gegn aukn-
um ítökum amerísks auðmagns í Evrópu.
Þrátt fyrir það þó bandalagsríki Frakk-
lands liafi valið þann kostinn að mótmæla
„andameríkanismanum" hástöfum, benda
ýmis teikn til þess að þau mótmæli séu
ekki sízt til komin af velsæmisástæðum.
Með því er þó ekki sagt að um raunveru-
legan afstöðumun sé ekki að ræða. And-
stæðumar milli ríkja Efnahagsbandalags-
ins eru mjög erfiðar viðureignar. Ólíkt
efnahagsástand ræður hér miklu: sura þess-
ara landa ,,þarfnast“ enn innspýtingar
ainerísks auðmagns. Franska stjórnin gerði
einnig til skamms tíma allt sem hún gat til
að hæna að amerískt f jármagn; en þar kom
að Frakkland þurfti ekki lengur á því að
halda og auðkóngarnir sáu tilveru sinni
ógnað með því. Þá var snúið við blaðinu.
Auðvitað er engin ástæða til að efast um
að ýmis öfl innan landa Efnahagsbanda-
lagsins (hvað þá í Englandi) álíta hag sín-
um betur borgið ef hin upprunalega hug-
mynd um sameiningu Evrópu í nánum
tengslum við Bandaríkin nær fram að
ganga. En þau öfl ráða ekki ferðinni nú.
Um England er það að segja að tólf ára
viðreisnarstjórn hefur stefnt málum lands-
ins í þvílíkt óefni að ríkisstjómin getur
ekki leyft sér þann munað að styggja band-
19