Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Blaðsíða 52
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Begonía, sem nú er komin inn til að hreinsa af borðunum segir: Fyrst éta fiskarnir líkin, síðan étum við fiskinn. Og þá er maður búinn að éta lík. Þá held ég sé skárra að lifa á pillum eins og ungfrúin okkar stingur upp á, segi ég og fer, segir bókavörðurinn. Annars hef ég heyrt, eins og þú segir, að þeir hafi blessað vatnið á táknrænan hátt við hámessuna, þegar prestaskóla- nemarnir í Salamanca komu. Og síðan hafi þeir sent kross og látið hann fljóta á vatninu hjá Vatnsbakka. En það er bara ekki víst, að það sé nóg. Góða nótt. Mikil er Grindavíkin í manninum, hugsa ég. Skömmu síðar rísa allir upp frá borðum og hverfa til herbergja sinna til að melta áður en bíóið byrjar. Unga stúlkan og ég erum ein eftir í borðstof- unni. Hún les í bók og er alltaf að fletta. Skyndilega snýr hún sér að mér og spyr, hvort ég sé útlendingur. Ég segi svo vera. Ertu stúdent? spyrhún. Nei, segi ég. Ég er nefnilega sjálf í menntaskóla, segir hún. Ég féll, og mér er refsað með því að búa hérna, en ekki heima. Pabbi er forstöðumaður sýslusjúkrahúss- ins. Mig mundi langa til að verða læknir eins og hann, en þú getur rétt ímynd- að þér hvaða móttökur ég fengi, kvenmaður. Mig mundi langa til að gerast umferðalæknir, ferðast milli þorpanna hér á hásléttunni og kynnast lífi fólks- ins. Foreldrar mínir vilja það ekki. Til hvers ætti ég þá að vera að læra undir stúdentspróf! Mig langar hreint ekkert í heimspekideildina, þangað fara all- ar stúlkur, þær ljótu, segja strákarnir, hinar giftast. Þú getur ekki haft hug- mynd um, hvað fólk er afturhaldssamt hér uppi á hásléttunni. Kerlingamar eru ekki einu sinni búnar að uppgötva pillur, hvað þá sprautur. Og bændurnir drepast fremur en leita til læknis. Sýslusjúkrahúsið stendur næstum autt. Þú hefur kannske tekið eftir stóru byggingunni þegar þú komst? Byggingunni uppi á hæðinni við Valladolid-veginn? spyr ég. Já, og hér í nágrenninu er verið að byggja stórt berklahæli. Það verður áreiðanlega aldrei notað. Annars er fólk héma yfirleitt hraust, loftið er svo heilnæmt, og veikist ekki fyrr en það deyr. Það er munur, segi ég. Annars er fólk hérna ægilega þröngsýnt. Þú heyrðir í þeim áðan. Svona mundi ekki þekkjast í Frakklandi. Fangavörðurinn þykist allt vita, annað hvort hann sjálfur, og ef svo er ekki, þá einhver kunningi hans. Kannske þekk- ir hann alla. Hann er fangavörður. Eru svona margir í fangelsinu? spyr ég. 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.