Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Blaðsíða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Blaðsíða 79
SPJALLAÐ UM KVIKMYNDAGERÐ í RÁÐSTJÓRNARRÍKJUNUM sem átti sér eingar hefðir, Jiað’ er því eing- in tilviljun, að þær verði sú listgrein, sem nær mestum blóma — Já, varð svo góð, að hver sá, sem opnar bók um sögu kvikminda, sér að það er einróma álit að hvergi hafi kvikmindagerð verið öllu glæstari en í So- vétríkjunum á tímum þöglu mindanna. Og bera þar hver af öðrum meistaramir Eisen- stein Pudovkín og Dovsjenko. Tímabili þöglu mindanna líkur um 1930. Áratugurinn 30—40 er að mörgu leiti ein- hver erfiðasti tíminn í sögu þjóðarinnar, hörmulegastur er á líður. í Evrópu veður fasisminn uppi með skír- um herópum hvem á að drepa, murka nið- ur, gereiða. Segja má að þegar á þessum áratug lifi þjóðir Sovétríkjanna í stríði. Stríði til að rífa upp þetta fátæka bænda- land og breita því í nútíma iðnaðarveldi, gera það fært um að taka á móti djöfulleg- ustu vígvél sögunnar, sem verið er að biggja upp útí heimi til höfuðs þeim. Þess- ar aðstæður verða svo til að skerpa og auka vaxtarverki biltingarinnar. Það eru stríðs- tímar. Og í stríði falla réttlátir ekki síður en ranglátir og kannske era flest fómar- lömbin saklaus. Á þessum tímum er þrengt æ meir að listum, allt verður að vera klárt og kvitt: hver, sem ekki er með mér er á móti mér. Þó eru enn gerðar góðar listræn- ar mindir — en þeim fækkar og efnið verð- ur fábreittara. Og það er farið að ljúga. Heimsstirjöldin síðari skellur á. Djöfull- inn fer eldi brennandi um jörðina. Eftir stríð er allt í kalda koli í Sovétríkjunum og þá strax við upphaf kalda stríðsins er h'ginni skipað til virðinga. Á sama tíma og hundruð þúsundir manna sveltu heilu og hálfu hungri, era gerðar kvikmindir, þar sem sællegir samirkjubændur sitja teitir við veisluborð, sem svigna undir krásum. Kvikmindir sína ekki veraleikann eins og hann er, heldur einsog Stalín marskálkur vill að hann sé. Listamenn una þessu ekki. Og árið 1951 er svo komið að framleiddar eru aðeins 9 kvikmindir í öllum Sovétríkj- unum. Nú horfa kvikmindarar aftur til þessara tíma með skelfingu. Þeir telja árið 1956 vera upphaf nírri og betri tíma. 1956 árið, sem Krústjov hélt leiniræðuna og Sovét- þjóðirnar fóra að taka til í landi sínu. Líð- ræði er aukið, valdinu dreift. f kvikminda- gerð er komið á níju skipulagi: öllum stærri kvikmindaveram er skipt niður í nokkra flokka, sem hver um sig hefur vald til að velja hvers konar mindir þeir gera og hvernig. Þannig að hafi handrit ekki hlotið náð firir augum stjómar kvikmindavers áð- ur, þá era stjómimar nú orðnar margar, hver firir sínum flokki. Og era þess dæmi á síðustu árum, að mind, sem einn flokkur eða jafnvel margir hafa hafnað — hefur annar flokkur tekið að sér og gert. Þetta níja firirkomulag og þó öllu heldur það alls herjar uppgjör, sem á sér stað í þjóðfélaginu uppúr 56 og allt framá þenn- an dag, telja sovétskir kvikmindarar meg- inorsök þess, að nú bókstaflega 2—3 síðast- liðin ár, hafa komið fram fjölmargar af- bragðsmindir. Listaverk, sem hafa hlotið fjölda viðurkenninga um víða veröld. Ung- ir menn koma fram hver af öðrum. Snjallir menn, sem hver lítur á veröldina á sinn hátt og hverjum um sig liggur eitthvað á hjarta. En tákna þessar breitingar, þetta blóma- skeið í sovétskri kvikmindagerð að afstaða til kvikminda og lista ifirleitt hafi breist? Nei, engan veginn. Enn sem firr hafa list- irnar ákveðnu hlutverki að gegna. Við skul- um heira hvað þeir segja sjálfir um hlut- verk sitt: Við erum sakaðir um áróður, en við lein- um því ekki, að vissulega rekum við áróð- ur firir því, sem er gott og fagurt í mann- lífinu og áróður gegn því, sem er Ijótt og andstiggilegt. Við erum sakaðir um siðavendni, en við 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.