Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Blaðsíða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Blaðsíða 48
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR En staðir eru ekki fallegir nema maður geti talað við fólkið. Það er satt, segi ég. Hérna upp með fljótinu er mjög fallegt, hjá Tveimur asktrjám, líka við Tudda og Helgahnjúk, þar sem fljótaguðunum eru færðar fórnir á vorin að gömlum sið. Það er sérkennandi: Típico, típico, endurtekur hún eins og það orð hljóti ég að skilja, og mikið af turistas, turistas, ■— og hér færðu annað orð, segir hún með augunum. Þú kemur bara of seint. Þetta er gamall siður og brauðið og kertin fljóta burt með straumnum á litlum bátum, þegar kvöld- ar — Æ — eru þau eins og borgin séð frá hæðum Helgahnjúksins, og sumir hátar komast hingað með logandi kertið sitt án þess að sökkva — es una mara- villa, — og þetta hlýtur þú einnig að skilja, en nú verður hún döpur: Svo brast stíflan og ruddi hálfu þorpinu út í vatnið og vatnsflaumurinn skolaði burt mönnum og dýrum, en presturinn slapp, vegna þess að hann var í kirkjuturn- inum. Það var hjá Vatnsbakka. Ég las um það í blöðunum, segi ég. ÍÉg hef líklega sagt þetta með mikilli hluttekningu því hún spyr: Já, ertu prestur? Nei, segi ég. En eitthvað skriftlærður? Upp í mér kemur sonarkærleikur velferðarríkisins því ég segi: Á mínu landi eru allir skriftlærðir. Hún horfir vantrúuð á mig og hneigir höfuðið samþykkjandi. Ég veit, að mér hefur orðið skreipt á skötunni og ruglað saman orðum, en læt við það sitja og segi fyrir hana í huganum: En hverjir eiga þá að jarða? — Hún segir ekkert, en ég sé á svipnum, að við erum ekki sömu vinir og áður. Ég skamm- ast mín fyrir Skandinavann og segi: Kunna allir að skrifa, á ég við. Aaa, segir hún ánægð. Umm-humm, segi ég ánægður. Og bæði skoðum við herbergið mjög ánægð, og ég fer fram á leyfi til að fara í bað. Hún fylgir mér inn í baðherbergið. Þar er maður staddur við að þvo sér. Þetta er nú sonur minn, segir konan og horfir stolt á son sinn. Hann er að verða liðsforingi í hernum. Sástu ekki herbúðirnar þegar þú komst? Komdu sæll, segi ég. Ánægjulegt að hitta yður, segir hann. Eruð þér útlendingur? íslendingur, segi ég. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.