Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Blaðsíða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Blaðsíða 13
LIÐINN ALDARFJÓRÐUNGUR hrærzt af fögnuði eftir því hvort samúðin hefur verið með alþýðu eða yfir- stétt landanna, og það hefur aldrei leikið vafi á um samúð vora né hluttekn- ingu. Eins og með hverri þjóð skalf aldarfjórðungurinn í brjósti vor sjálfra. Skylduð þið ekki muna sársaukann inni fyrir, þegar fréttirnar voru að berast utan úr heimi og nazistar ætluðu að kyrkja líf hverrar þjóðar í Evrópu, og fyrst sinnar eigin þjóðar. Þarf að rifja slíkt upp: bókabrennurnar, ofsókn- irnar gegn kommúnistum og rithöfundum, gyðingamorðin, ósigurinn á Spáni, svikin í Múnchen, undanhaldið í hverju ríki af öðru, innrásina í Frakkland, Danmörk og Noreg, krossferðina í austur, hvern ósigur alþýðunnar af öðrum, óttann um líf og menningu á jörðinni. ESa hinsvegar fögnuðurinn og stoltið yfir hverjum sem reis til andspyrnu í tign eða hetjuskap, vörn Dimitroffs fyrir réttinum í Leipzig, andspyrnuhreyfingunni í löndunum, hetjulund hinna óteljandi sem risu gegn ofbeldinu, og síðar framar öllu óslökkvandi viðnáms- þrótti Sovétþjóðanna, vörninni í Leníngrad, Ódéssu, Moskvu, orustunni við Stalíngrad sem sneri ósigrinum í sigur, gagnsókn Rauða hersins vestur á bóg- inn sem lauk með töku Berlínar og endalokum Hitlers, og ekki voru skiptar skoðanir þá stundina hver bjargað hefði lífi þjóðanna og menningu heims- ins. Hvílíkir stormar og sveiflur milli harms og fagnaðar. Og síðan að nýju kalda stríðið, nýjar víglínur, og þegar Evrópa féll aftur í skorður þá tóku aðr- ar heimsálfur að skjálfa og augu okkar horfðu til Indlands, Kína, Indónesíu, til Afríkuríkjanna sem hvert af öðru mola af sér hlekkina, bræða af sér í kvalalogum, Alsír, Kongó, og nú síðast til Kúbu. Sveiflur harms og fagnaðar. Með kalda stríðinu öll hin grimmilegu átök að nýju, gagnsókn afturhalds og ofsóknir gegn alþýðu, og höggstaðir sem ríki sósíalismans gefa á sér sjálf, sársaukinn að fá vitneskju um eftir á að í Sovétríkjunum, þar sem við vildum að hugsjónir réttlætis og mannúðar bæru hreinan skjöld, hafi hryðjuverk ver- ið framin, ótrúleg harmsaga átt sér stað og fjölmörgum sem einmitt sköruðu fram úr að gáfum og hæfileikum og voru beztu kommúnistarnir rutt saklaus- um úr vegi. Með hvílíkum þjáningum eru stráðir vegir mannkynsins urn alla jörð. Og hins vegar ný blikandi skin, og framar öðru í Sovétríkjunum, af sigrum mannsandans og vísindalegum afrekum. Og við sáum atómöldina rísa, eldsúluna bera við loft frá sprengjunni á Hiróshima, hundruð þúsunda manns- lífa í logunum, sjáum stríðsguðinn dýrkaðan sem aldrei fyrr, og brjóstin fyll- ir ótti. En á tímann og vatnið fellur töfrabirta af flugi mannshugarins er frjáls og djarfur klýfur hnattasundin á leið til stjarnanna. Og hvernig hefur Island umbylzt á þessum aldarfjórðungi: þjóðin eflzt og vaxið, stéttum vaxið ásmegin, atvinnuvegir blómgazt, risið iðnaður, ríkidæmi 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.