Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Blaðsíða 47
SVIPMÓT SPÁNAR Aaa, íri, segir hann. Ekki írlendingur, heldur íri, segir hann til skýringar. Á spænsku er það þannig. Já, svara ég, því ég veit af fyrri reynslu, að erfitt er að leiðrétta misskilning- inn, og að það, sem maður þekkir ekki, getur ekki verið til. Ég hélt þú værir kannske Ameríkani, segir hann. Ég var nefnilega einu sinni í Ameríku, nú fyrir mörgum árum, í Yankee-landi. Fór ungur til að græða mér pening meðan peningurinn var í Síkagó, en fór þegar peningur- inn fór þaðan og kom hingað. Veiztu hvar hún Síkagó er? í Ameríku, á sléttunum miklu, segi ég. Alveg rétt, á sléttunum miklu í Ameríku, segir hann, — við vötnin miklu. Já, það held ég. Ameríka er gott land, betra en Spánn og írland og miklu víð- lendara. Þú hefur samt snúið heim, segi ég. O-já, segir hann dræmt, það gerði ég reyndar að hálfu, en mundi fara strax þangað á morgun, selja allt og fara, ef konan og krakkarnir vildu samþykkja, en þau þekkja ekkert annað en þetta hér og kjósa helzt að mjamta sér ekki úr stað. Og það skal ég segja þér, íri, að ég hefði aldrei komið aftur hefði heims- kreppan ekki skollið á. Ég vildi ekki tapa öllu, þá var betra að snúa heim. Ég keypti þetta gistihús, eftir að ég fékk konuna. Hér verða peningarnir alltaf verðmætari en hjá öðrum þjóðum. Við Spánverjarnir vorum ekki eins og ítalir, við fórum, við vitum nefnilega af reynslunni, að ekkert lagast, en þeir sögðu bara: Bebe, bene, — héldu að allt mundi lagast, urðu eftir og bebe, bene, gerðust bandíttar. Kannske hefði eins farið fyrir mér, hver veit, — hann hlær við tilhugsuninni og glottir yfir sínu saltlausa lífi, — hefði ég ekki hitt konuna aftur, sem ég hafði geymt í festum í tíu ár, stríðið okkar skollið á (Spánverjar kalla borgarastyrjöldina Stríðið okkar til aðgreiningar frá stríði hinna, heimsstyrjöldinni síðari), síðan stríð hinna og ég ekki orðið innlyksa hér. En eins og ég hef sagt, ég mundi fara strax á morgun, selja allt og fara. Konan kemur von bráðar og segist eiga laust herbergi. Hún fylgir mér upp stigann, spyr, hvort ég sé útlendingur og að heiti, og hvort ég tali spænsku. Hann skilur víst spænsku, ef þú skilur hann, gellur ólundarlega við í karlin- um og slær upp hendinni, sem á spænsku handamáli táknar uppgjöf fyrir heimsku kvenna, sem er alger eins og hjá flestum þjóðum. Sýndu manninum verustaðinn. Það hlýtur að vera gaman að ferðast svona um löndin, segir hún af allri sinni hógværð, og sjá og skoða fallega staði. Já, segi ég. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.