Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Qupperneq 47
SVIPMÓT SPÁNAR
Aaa, íri, segir hann. Ekki írlendingur, heldur íri, segir hann til skýringar.
Á spænsku er það þannig.
Já, svara ég, því ég veit af fyrri reynslu, að erfitt er að leiðrétta misskilning-
inn, og að það, sem maður þekkir ekki, getur ekki verið til.
Ég hélt þú værir kannske Ameríkani, segir hann. Ég var nefnilega einu
sinni í Ameríku, nú fyrir mörgum árum, í Yankee-landi. Fór ungur til að
græða mér pening meðan peningurinn var í Síkagó, en fór þegar peningur-
inn fór þaðan og kom hingað. Veiztu hvar hún Síkagó er?
í Ameríku, á sléttunum miklu, segi ég.
Alveg rétt, á sléttunum miklu í Ameríku, segir hann, — við vötnin miklu.
Já, það held ég. Ameríka er gott land, betra en Spánn og írland og miklu víð-
lendara.
Þú hefur samt snúið heim, segi ég.
O-já, segir hann dræmt, það gerði ég reyndar að hálfu, en mundi fara strax
þangað á morgun, selja allt og fara, ef konan og krakkarnir vildu samþykkja,
en þau þekkja ekkert annað en þetta hér og kjósa helzt að mjamta sér ekki úr
stað. Og það skal ég segja þér, íri, að ég hefði aldrei komið aftur hefði heims-
kreppan ekki skollið á. Ég vildi ekki tapa öllu, þá var betra að snúa heim. Ég
keypti þetta gistihús, eftir að ég fékk konuna. Hér verða peningarnir alltaf
verðmætari en hjá öðrum þjóðum. Við Spánverjarnir vorum ekki eins og
ítalir, við fórum, við vitum nefnilega af reynslunni, að ekkert lagast, en þeir
sögðu bara: Bebe, bene, — héldu að allt mundi lagast, urðu eftir og bebe,
bene, gerðust bandíttar. Kannske hefði eins farið fyrir mér, hver veit, — hann
hlær við tilhugsuninni og glottir yfir sínu saltlausa lífi, — hefði ég ekki hitt
konuna aftur, sem ég hafði geymt í festum í tíu ár, stríðið okkar skollið á
(Spánverjar kalla borgarastyrjöldina Stríðið okkar til aðgreiningar frá stríði
hinna, heimsstyrjöldinni síðari), síðan stríð hinna og ég ekki orðið innlyksa
hér. En eins og ég hef sagt, ég mundi fara strax á morgun, selja allt og fara.
Konan kemur von bráðar og segist eiga laust herbergi. Hún fylgir mér upp
stigann, spyr, hvort ég sé útlendingur og að heiti, og hvort ég tali spænsku.
Hann skilur víst spænsku, ef þú skilur hann, gellur ólundarlega við í karlin-
um og slær upp hendinni, sem á spænsku handamáli táknar uppgjöf fyrir
heimsku kvenna, sem er alger eins og hjá flestum þjóðum. Sýndu manninum
verustaðinn.
Það hlýtur að vera gaman að ferðast svona um löndin, segir hún af allri
sinni hógværð, og sjá og skoða fallega staði.
Já, segi ég.
37