Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Blaðsíða 22
SIGFÚS DAÐASON
Veruleiki og yfirskin
Nokkrar forsendur
eir sem hugsa um þjóðemi nú á
dögum, án þess að binda þá um-
hugsun valdpólitískum útreikningum,
þeir bera einkum umhyggju fyrir
menningu. Þar með er líka sagt að
þeir hafa ekki getað vanið sig af að
líta á menningu, í fyllstum skilningi,
sem hið eiginlega starfssvið þess
manns er geti talizt frjáls.
011 menning er í fyrsta lagi þjóð-
menning; og þjóð án þjóðmenningar
er ekki hugsanlegt fyrirbæri.
Vér tölum að vísu um menningar-
svæði; til dæmis „vestræna menn-
ingu“, eða „evrópska menningu“,
eða „miðj arðarhafsmenningu", eða
„menningu hvítra þjóða“. Þessi hug-
tök hafa ekki alltaf mikla raunveru-
lega þýðingu. Þegar þau hafa þýð-
ingu felst hún í því að engin þjóð-
menning er einöngruð, og þjóðir sem
lengi hafa haft náin samskipti draga
að einhverju leyti dám hver af ann-
arri, og þjóðir sem búa við líka lifn-
aðar- og atvinnuhætti hljóta einnig
að skapa menningu sem hefur margt
sameiginlegt. Hinsvegar er engin
þjóð annarri lík að öllu leyti, við hlið
þess sameiginlega er alltaf það sér-
staka, jafnt í lífsháttum, atvinnuhátt-
um, landkostum og sögu. Hugtakið
„menningarsvælði“ er framar öllu
öðru all-óákveðið flokkunarheiti,
gildi þess felst einkum í neikvæðri
afmörkun. Norræna menningu er til
að mynda hægt að líta á sem eina
heild gagnvart miðjarðarhafsmenn-
ingu af því að hvort menningarsvæð-
ið um sig hefur sameiginlega þætti
sem hitt hefur ekki; að hinu leytinu
hafa þau bæði saman ýmsa sameigin-
lega þætti sem réttlæta það að þeim
sé skipað saman í stærri heild: evr-
ópska menningu, sem aftur afmarkast
neikvætt til dæmis gagnvart austur-
landamenningu o. s. frv. Þessi hug-
tök hafa því fyrst og fremst afstætt
gildi.
Þau hafa ekki gildi þegar til þess
kemur að leita að rótum menningar,
sjálfum frumskilyrðum hennar. Hin
upprunalega sköpun fer ekki fram á
þessurn óákveðnu sviðum, þó þjóð-
menning sé dauðadæmd án sam-
skipta. Jarðvegur menningar er þjóð-
in, lífssafi hennar sprettur upp úr
12