Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Blaðsíða 11
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR • 24. ÁRG. • MARZ 1963 • 1. HEFTI
KRISTINN E. ANDRÉSSON
LIÐINN ALDARFJORÐUNGUR
Ræða flutt á árshátíð Máls og menningar febrúar 1963
ið bjóðum ykkur velkomin hingað í kvöld. Stjórn Máls og menningar ætl-
Y aði frá því í haust að hafa með ykkur fagnað þegar afmælisútgáfan kæmi,
en þá var liðið of nærri jólum svo að ekki varð úr, og aldarfjórðungurinn
sem við ætluðum að kveðja er rokinn á dyr. En eins og vant er um það sem
slitið hefur verið frá manni, þá veldur það sársauka og eftirsjá og tekur oft
á sig skýrari mynd, og afmarkaðri, um leið og hugurinn fylgir því eftir. Og
nú getum við spurt okkur: Hver voru þessi 25 ár, og hvernig ófst starfs Máls og
menningar inn í þennan aldarfjórðung? Voru þau nema sandur sem rann úr
greip manns? Hvar sér þeirra stað? Eða vindsveipur sem ýfir rétt sem snöggv-
ast yfirborð vatnsins? Eða við hvað er að líkja starfi Máls og menningar
þennan aldarfjórðung? Er það kannski eins og eldurinn sem blossar upp og
dvínar á víxl? Eða eins og eik, eina eikin sem vex hér á landi, og hefur skotið
djúpurn rótum og teygir greinar sínar æ hærra í loftið? Eða segull sem dregið
hefur að sér allt sem er bezt í þjóðfélaginu? Eða hvemig viljið þið meta
þessi 25 ár, eftir að þau eru horfin? Og hvar stöndum við að þeim liðnum
með félag okkar og í þjóðfélaginu?
Við erum hér í þessum sal og ímyndum okkur um leið að við stöndum eins
og á nýrri hæð og höfum stanzað andartak og lítum í kringum okkur, og utan
úr því ókunna er kominn nýr aldarfjórðungur og strýkur okkur eins og blær
um vanga. Og við spyrjum: Hvað vilt þú oss?
Við erum hér, bókavinir úr litlu félagi í útkjálkabyggð heims, dálítill hóp-
ur með sameiginlega aldarfjórðungs sögu að baki, og brot af sameiginlegum
vilja og áhugamálum, og með innra afl, fremur óslitgjarnt, sem tengir okkur
saman, lík viðhorf til bóka og til lands og þjóðar og jafnvel heimsins. En ann-
ars blásum við á heimspekina. Hún er aðeins góð til að vekja með okkur
ákveðinn hugblæ, koma okkur ef svo mætti segja í hátíðlegt skap og lyfta
huganum upp úr þeirri gráu hringiðu sem sogar oss án afláts. Við höfum
löngu vanið oss af því að velta vöngum um hlutina, því við tókum okkur fyrir
1
1