Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Síða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Síða 11
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR • 24. ÁRG. • MARZ 1963 • 1. HEFTI KRISTINN E. ANDRÉSSON LIÐINN ALDARFJORÐUNGUR Ræða flutt á árshátíð Máls og menningar febrúar 1963 ið bjóðum ykkur velkomin hingað í kvöld. Stjórn Máls og menningar ætl- Y aði frá því í haust að hafa með ykkur fagnað þegar afmælisútgáfan kæmi, en þá var liðið of nærri jólum svo að ekki varð úr, og aldarfjórðungurinn sem við ætluðum að kveðja er rokinn á dyr. En eins og vant er um það sem slitið hefur verið frá manni, þá veldur það sársauka og eftirsjá og tekur oft á sig skýrari mynd, og afmarkaðri, um leið og hugurinn fylgir því eftir. Og nú getum við spurt okkur: Hver voru þessi 25 ár, og hvernig ófst starfs Máls og menningar inn í þennan aldarfjórðung? Voru þau nema sandur sem rann úr greip manns? Hvar sér þeirra stað? Eða vindsveipur sem ýfir rétt sem snöggv- ast yfirborð vatnsins? Eða við hvað er að líkja starfi Máls og menningar þennan aldarfjórðung? Er það kannski eins og eldurinn sem blossar upp og dvínar á víxl? Eða eins og eik, eina eikin sem vex hér á landi, og hefur skotið djúpurn rótum og teygir greinar sínar æ hærra í loftið? Eða segull sem dregið hefur að sér allt sem er bezt í þjóðfélaginu? Eða hvemig viljið þið meta þessi 25 ár, eftir að þau eru horfin? Og hvar stöndum við að þeim liðnum með félag okkar og í þjóðfélaginu? Við erum hér í þessum sal og ímyndum okkur um leið að við stöndum eins og á nýrri hæð og höfum stanzað andartak og lítum í kringum okkur, og utan úr því ókunna er kominn nýr aldarfjórðungur og strýkur okkur eins og blær um vanga. Og við spyrjum: Hvað vilt þú oss? Við erum hér, bókavinir úr litlu félagi í útkjálkabyggð heims, dálítill hóp- ur með sameiginlega aldarfjórðungs sögu að baki, og brot af sameiginlegum vilja og áhugamálum, og með innra afl, fremur óslitgjarnt, sem tengir okkur saman, lík viðhorf til bóka og til lands og þjóðar og jafnvel heimsins. En ann- ars blásum við á heimspekina. Hún er aðeins góð til að vekja með okkur ákveðinn hugblæ, koma okkur ef svo mætti segja í hátíðlegt skap og lyfta huganum upp úr þeirri gráu hringiðu sem sogar oss án afláts. Við höfum löngu vanið oss af því að velta vöngum um hlutina, því við tókum okkur fyrir 1 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.