Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Blaðsíða 12
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
hendur að breyta heiminum. En í kvöld erum við heimspekingar, aðeins and-
artak, og stelumst til að spegla okkur í tímanum og vatninu.
Þessi orð eru aðeins til að minna okkur á hvar við erum stödd í kvöld, á
nýjum stað, við vatn, á hæð, og með útsýn á tvo vegu.
Það fer ekki hjá því er menn hafa starfað við fyrirtæki samfellt í aldar-
fjórðung að menn verði bundnir því öllum taugum, og það verður eins og
flötur sem allt speglast í á himni og jörðu. Og hvað verðskuldar fremur slíkt
sjónarmið en bókmenntafélag, og hefur Mál og menning ekki að sönnu verið
spegilflölur? Við þurfum ekki annað en renna samtímis augum yfir skáldin
og árin, og yfir bækurnar sem við höfum gefið út, og sjá hvernig allt skín í
einu ljósi, heimur og hugur, og hvernig þræðirnir liggj a frá bókunum um all-
an heim, og hvernig þær hafa fært okkur löndin og aldirnar og samtímann á
einn stað, inn í hug okkar sjálfra til að víkka hann og þenja og gefa okkur
þann skilning sem varð leiðarljós okkar og þann eld í brjóstið sem við höfum
nærzt á og gefið hverju verki sem við höfum unnið líf og lit. Rennum aug-
unum snöggvast yfir þessar bækur allar götur frá Rauðum pennum, sem
hrugðu blysinu á loft, eftir árgöngum Tímaritsins og yfir til Byltingarinnar á
Kúbu. Og kallið sem snöggvast í hugann bækur eins og Undir ráðstjórn,
Drekinn skiptir ham, Andlit Asíu, Undur veraldar og ævisögur Gorkis og
Andersen-Nexö og aðrar sem skapa nýjan sjóndeildarhring, að ekki sé minnt
á skáldsögurnar allar, Móðurina, Austanvinda og vestan, Vopnin kvödd, Jó-
hann Kristófer, Berfætlinga, Svertingjadreng, Fjallaþorpið, Þrúgur reiðinn-
ar, Þögn hafsins, Dittu, Ástina og dauðann við hafið, þessa kristalla úr þjóða-
djúpunum sem opna hugskotið fyrir fegurðinni, um leið og þeir loga eins og
eldar upp af þjáningum mannlífsins og kallast á land úr landi.
Og lítið af bókunum á sjálfa atburðina, hvernig þetta félag okkar hefur
hrærzt með hræringum aldarfjórðungsins, hvernig stormar samtíðarinnar
hafa vaggað þessari fleytu eða sjórinn risið eins og holskefla undir kjölinn:
svo er allt hvað öðru nálægt í heiminum og hvað öðru tengt og eins og sam-
fléttað. Jónas frá IJriflu kallaði Mál og menningu forlag Stalíns á íslandi og
það er ekki ókunnugt hve nafn okkar hefur öll þessi ár verið tengt Sovétríkj-
unum, og ekki að ófyrirsynju, því að inestur brimgnýr síðustu áratuga hefur
hamazt og brotnað við þeirra strendur, því að þar sáu menn í hrifningu eða
skelfingu rísa þann nýja heim sem koma skal samkvæmt lögmálinu og þau
hófu á loft þann fána sem verkalýður heimsins og síðar þjóðfrelsishreyfingar
í öllum álfum bera fram í ýmsum litum, svo að hvar í veröldu sem atburðir
gerast hefur allt lirærzt af sama grunni. Og hjörtun hafa titrað í sársauka eða
2