Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Blaðsíða 106
MAL OG MENNING
TVTæsta félagsbók Máls og menningar verður Mannkynssaga 1648—1789 eftir Bergstein
-L ' Jónsson. Er það mikil bók, eða um 400 bls. Bókin er nú fullsett og verður væntan-
lega tilbúin um miðjan maí. Eins og áhugasömum félagsmönnum er kunnugt er þetta 4.
bindi Mannkynssögu Máls og menningar; annarsvegar eru þá komin út tvö bindi fornald-
arsögu (eftir Ásgeir Hjartarson), en hinsvegar tvö bindi um tímabilið 1648—1848 eftir þá
Bergstein og Jón Guðnason. Nú er verið að vinna að tveim næstu bindum, fyrra bindinu
um miðaldir og því bindi sem mun fjalla um tímabilið 1500—-1648. Annað þeirra binda
mun að líkindum koma út á næsta ári. Mannkynssaga Máls og menningar mun í heild
verða að minnsta kosti tíu bindi, og verður langýtarlegasta rit sem gefið hefur verið út
um almenna sögu á íslenzku til þessa, en raunar hefur ekkert annað yfirlitsrit um mann-
kynssögu verið gefið út hér á landi á þessari öld að undanteknum skólabókum.
Félagsmenn eru beðnir velvirðingar á því að þetta tímaritshefti er á ferðinr.i í seinna
lagi; en sú er aðalorsök þess að vinnan við Mannkynssöguna varð að ganga fyrir setningu
tímaritsins. Næsta hefti mun koma út í maí.
Auk Mannkynssögunnar eiga félagsmenn von á fjórðu bókinni í myndlistarflokki Máls
og menningar; fjallar sú bók um spænska málarann Goya. Ennfremur er væntanleg þýdd
skáldsaga. Verður það saga eftir sænsk-ameríska skáldkonu, Editu Morris, og heitir hún
á frummálinu The Flowers of Hiroshima. Edita Morris rak um skeið ásamt manni sínum
hjálparstöð í Híroshíma fyrir fórnarlömb atómsprengjunnar og styðst bókin við þau kynni
hennar af íbúum Híroshíma. The Flowers of Hiroshima hefur verið þýdd á fjölda tungu-
mála um allan heim og notið hvarvetna mikilla vinsælda, enda er bókin einstaklega nær-
fæmislega rituð.
Utgáfukostnaður jókst mjög á síðasta ári, eða um 30—40%. Stjórn og félagsráð Máls og
menningar hafa því séð sig tilneydd að hækka árgjaldið sem því svarar, eða upp í 350
krónur. Þar á móti fá félagsmenn það að félagsútgáfa verður meiri nú en oftast áður.
Samanlagt verða félagsbækurnar á árinu ásamt tímaritinu yfir 1000 blaðsíður. Eftir sem
áður verður árgjaldið aðeins rúmlega einnar bókar verð. Það eru varla neinar ýkjur að
Mál og menning býður hagstæðari kjör en öll önnur bókafélög á íslandi. Félagsmenn eru
beðnir að athuga þetta, og stuðla að því að félagið geti enn betur gegnt hlutverki sínu með
því að benda vinum og kunningjum á Mál og menningu og hvetja þá til að ganga í félagið.
Þeiin sem hafa áhuga á að stuðla að viðgangi Máls og menningar er ennfremur bent á
hina nýju bókaskrá sem nú cr verið að senda til allra félagsmanna. I henni eru skráðar
allar þær bækur Máls og menningar og Heimskringlu sem nú eru til á lager. Máli og
menningu væri kært að fá send nöfn manna utan félagsins sem líklegt væri að hefðu áhuga
á að fá bókaskrána senda.
96