Tímarit Máls og menningar - 01.03.1963, Side 13
LIÐINN ALDARFJÓRÐUNGUR
hrærzt af fögnuði eftir því hvort samúðin hefur verið með alþýðu eða yfir-
stétt landanna, og það hefur aldrei leikið vafi á um samúð vora né hluttekn-
ingu. Eins og með hverri þjóð skalf aldarfjórðungurinn í brjósti vor sjálfra.
Skylduð þið ekki muna sársaukann inni fyrir, þegar fréttirnar voru að berast
utan úr heimi og nazistar ætluðu að kyrkja líf hverrar þjóðar í Evrópu, og
fyrst sinnar eigin þjóðar. Þarf að rifja slíkt upp: bókabrennurnar, ofsókn-
irnar gegn kommúnistum og rithöfundum, gyðingamorðin, ósigurinn á Spáni,
svikin í Múnchen, undanhaldið í hverju ríki af öðru, innrásina í Frakkland,
Danmörk og Noreg, krossferðina í austur, hvern ósigur alþýðunnar af öðrum,
óttann um líf og menningu á jörðinni. ESa hinsvegar fögnuðurinn og stoltið
yfir hverjum sem reis til andspyrnu í tign eða hetjuskap, vörn Dimitroffs
fyrir réttinum í Leipzig, andspyrnuhreyfingunni í löndunum, hetjulund hinna
óteljandi sem risu gegn ofbeldinu, og síðar framar öllu óslökkvandi viðnáms-
þrótti Sovétþjóðanna, vörninni í Leníngrad, Ódéssu, Moskvu, orustunni við
Stalíngrad sem sneri ósigrinum í sigur, gagnsókn Rauða hersins vestur á bóg-
inn sem lauk með töku Berlínar og endalokum Hitlers, og ekki voru skiptar
skoðanir þá stundina hver bjargað hefði lífi þjóðanna og menningu heims-
ins. Hvílíkir stormar og sveiflur milli harms og fagnaðar. Og síðan að nýju
kalda stríðið, nýjar víglínur, og þegar Evrópa féll aftur í skorður þá tóku aðr-
ar heimsálfur að skjálfa og augu okkar horfðu til Indlands, Kína, Indónesíu,
til Afríkuríkjanna sem hvert af öðru mola af sér hlekkina, bræða af sér í
kvalalogum, Alsír, Kongó, og nú síðast til Kúbu. Sveiflur harms og fagnaðar.
Með kalda stríðinu öll hin grimmilegu átök að nýju, gagnsókn afturhalds og
ofsóknir gegn alþýðu, og höggstaðir sem ríki sósíalismans gefa á sér sjálf,
sársaukinn að fá vitneskju um eftir á að í Sovétríkjunum, þar sem við vildum
að hugsjónir réttlætis og mannúðar bæru hreinan skjöld, hafi hryðjuverk ver-
ið framin, ótrúleg harmsaga átt sér stað og fjölmörgum sem einmitt sköruðu
fram úr að gáfum og hæfileikum og voru beztu kommúnistarnir rutt saklaus-
um úr vegi. Með hvílíkum þjáningum eru stráðir vegir mannkynsins urn alla
jörð. Og hins vegar ný blikandi skin, og framar öðru í Sovétríkjunum, af
sigrum mannsandans og vísindalegum afrekum. Og við sáum atómöldina rísa,
eldsúluna bera við loft frá sprengjunni á Hiróshima, hundruð þúsunda manns-
lífa í logunum, sjáum stríðsguðinn dýrkaðan sem aldrei fyrr, og brjóstin fyll-
ir ótti. En á tímann og vatnið fellur töfrabirta af flugi mannshugarins er
frjáls og djarfur klýfur hnattasundin á leið til stjarnanna.
Og hvernig hefur Island umbylzt á þessum aldarfjórðungi: þjóðin eflzt og
vaxið, stéttum vaxið ásmegin, atvinnuvegir blómgazt, risið iðnaður, ríkidæmi
3