Tímarit Máls og menningar - 01.06.1963, Page 92
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Fjöldj tónlistarmanna í stöðugt fleiri
löndum hefur tekið upp tólftónatæknina,
sem hófst með Schönberg og að lokum hef-
ur hún lagt að velii þann, sem var ávallt tal-
inn höfuðóvinur hennar: Igor Stravinsky.
Meðan Stravinsky var enn á öndverðum
meiði við Schönberg var það vani hans að
verða fyrir áhrifum af því, sem hann hafði
óbeit á. í þvf nær fimmtíu ár lét hann sem
verk Schönbergs og nemenda hans væru
ekki til, en nú hefur hann skyndilega breytzt
í þann sem mest vit hefur á þessum málum.
Þessi síðbúnu umskipti eru reyndar dálítið
hlægileg, og tólftónaverk höfundar Sacre
eru ekki fyllilega megnug að leyna því.
Alkunna er, að síðustu árin hefur Stra-
vinsky samið nokkur verk að einhverju eða
öllu leyti samkvæmt tólftónatækni. Þatt
eru: Canticum Sacrum, Agon og Threni.
Mér virðist að bæði hafi þau ekkert nýtt
fram að færa, hvað snertir list Stravinskys
sjálfs, og beri einnig vott um þverrandi
sköpunarmátt sem „lærður" kontrapunkt-
ur (en höfundur þessara verka hefur svnt
honum sérstakan áhuga upp á síðkastið)
dyltir ekki. Jafnvel þótt mér kunni að
skjátlast um þetta atriði, virðist mér aug-
ljóst að þegar Stravinsky tekur upp tólf-
tónatæknina (sem hann hefði mátt gera
fyrr — nteðan Schönberg og tveir merkustu
nemendur lians vont enn á lífi) liggja svip-
aðar hvatir að baki, eins og þegar hann
satndi „í stíl Pergolesis", „í stíl Bachs“, „í
stíl Rossinis" eða „í stíl Tsjækofskys“.
Athugasemdir hans um Schönberg, Berg
og Webem bæta svo gráu ofan á svart. Hin-
ar nýlegu Viðrœður hans við Robert Craft
eru þvílíkt samsafn af óljósum og fjarstæð-
um hugmyndum, að mjög nákvæmur og
leiðinlegur lestur væri sjálfsagt nauðsyn-
legur til að komast til botns í því. Að vístt
er hann sennilega ekki að öllu leyti ábyrg-
ur íyrir þessu ömurlega safni. Samkvæmt
ensku spakmæli hefur heimskuleg spuming
jafn heimskulegt svar í för með sér. Lestur
þessara Viðrœðna vekur óhjákvæmilega
sömu hugmynd og alþýðan orðaði svo vel.
Niðurlag
Að endingu vil ég taka fram, að staða
tónlistarinnar nú sem stendur byggist á
ntargskonar misskilningi. Svipað ástand
hefur reyndar ríkt mjög lengi, en vaxandi
misskilningur skapar nú mjög óhollan rugl-
ing.
Auðvelt er að skilja hvað átt er við. Ann-
arsvegar höfum við séð hvernig hinn frægi
„framvörður" gengur út frá misskilningi á
verkum Schönbergs og byggir á fáránlegum
afbökunum á hugmyndum Weberns. Hins-
vegar hefur þessari stefnu aldrei raunveru-
lega tekizt að yfirstíga áhrif Stravinskys,
en hin nýlegu sinnaskipti Stravinskys gagn-
vart tólftónatækninni er einskonar trygging
eða jafnvel „blessun“ þessarar viðleitni.
Þegar hefur verið minnzt á hvers virði
þessi sfðustu umskipti höfundar Sacre séu;
mér virðist ekki votta þar fyrir raunvemleg-
um skilningi á þeirri tónlistarstefnu, sem
varð orsökin að slíkum umskiptum. Aug-
Ijóst er, að allt þetta eykur aðeins mgling-
inn og stuðlar að því að skapa þann tví-
skinnung, sem um er að ræða.
Ennfremur: hlutverk „upphafsmanns“
nútímatónlistar, sem hefur svo oft verið
veitt Stravinsky (enn eitt atriði, sem stuðl-
ar að tvískinnungnum í skilningi flestra
ungra tónlistarmanna í dag), slíkt hlut-
verk er ekki annað en þjóðsaga. Þessi frægð
var ekki möguleg nema í skjóli næturinnar,
ef ég má taka svo til orða, því hefðu verk
Schönbergs — einnig verk Bergs og We-
bems — verið almennt þekkt fyrir 1914
hefði slík saga aldrei komizt á kreik.
En Sacre du Printemps (og slagurinn
frægi) er það ekki sjálft upphaf nútíma
tónlistar? Alls ekki.
186