Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Page 5
Loflur Guttormsson
Verkalýðshreyfingin í Vestur-Evrópu
andspænis nýkapítalisma
Inngangur
Eitt af því sem hefur einkennt and-
legar hræringar og menningar-
strauma síðustu ára í Vestur-Ev-
rópu1) er stóraukinn áhugi á marx-
ismanum. Þessi endurnýjaði áhugi
hefur ekki hvað sízt vaknað fyrir til-
verknað mennta- og fræðimanna sem
leggja stund á samfélagsvísindi og
vinna að því að kanna liinn þjóðfé-
lagslega veruleika kapítalismans. Þau
nöfn sem tengd eru þessum róttæka
menningarstraumi sem ef til vill
mætti kalla hinn nýja eða hinn end-
urnýjaða marxisma, eru mörg og
ekki bundin við neitt ákveðið land.
Þau sem ber hvað hæst eru nöfn
manna eins og Sartres, Belgans Ern-
ests Mandels, Bretanna Raymonds
Williams og Perry Andersons, Ung-
verjans Georgs Lukács, Þjóðverjans
Herberts Marcuse, Rúmenans Lucien
Goldmanns og Austurríkismannsins
André Gorz sem háðir eru franskir
ríkisborgarar. Fyrir tilverknað þess-
ara manna og margra annarra hefur
arfur hinnar sósíalísku hugsunar
1 Þar sem talað verður hér á eftir um
V.-Evrópu er einnig átt við Norðurlönd.
auðgazt tnjög á ýmsum sviðum. í
heild hefur þessi endurnýjun marx-
ismans leitt til þess að skilningur
rnanna og gagnrýni á hinni kapítal-
ísku siðmenningu hefur skerpzt og
vaxið.
En á saina tíma hefur hin strateg-
íska liugsun sósíalismans — kenning-
in um stjórnlist verkalýðshreyfingar-
innar2) og stjórnmálaflokka hennar,
spurningin um það hvernig frarn-
kvæma eigi sósíalismann — staðið að
miklu leyti í stað. Fyrir þessari stöðn-
un eru vafalítið sögulegar ástæður: á
hinum myrku dögum kalda stríðsins,
frá 1947 til 1957, voru það aðallega
einangraðir menntamenn í V-Evrópu
sem veltu fyrir sér sósíalískum vanda-
málum á frjálslegan og lífrænan hátt.
Fjöldaflokkar verkalýðshreyfingar-
innar í V-Evrópu voru svo uppteknir
af öðrum hversdagslegri verkefnum
og svo fastreyrðir í fjötra kalda
stríðsins að þess var naumast að
vænta að forustumenn þeirra kæmu
fram með frjóar hugmyndir um
2 Verkalýðshreyfing er hér notuð í víð-
tækustu merkingu orðsins um samtök allra
launþega.
323