Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 6

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 6
Tímarit Máls og menningar stjórnlist hreyfingarinnar er hæfðu hinum nýju þjóðfélagsaðstæðum kapítalismans. A allra síðuslu árum hefur þó orð- ið á þessu gleðileg breyting. Sósíal- istar á Vesturlöndum — hæði komm- únistar, vinstri sósialistar og sósíal- demókratar — eru nú í ríkari mæli teknir að kryfja og velta fyrir sér stj órnlistarvandamálum verkalýðs- hreyfingarinnar. Þetta á þó, enn sem komið er, einkum við um ýmsa menntamenn sem aðhyllast sósíal- isma. Hér verða tilfærð tvö rit sem taka þessi vandamál til meðferðar á mjög alhyglisverðan hátt. Annað er Stjórn- list verkalýðshreyfingarinnar og ný- kapítalisminn eftir André Gorz1 — sem kunnari er undir nafninu Michel Bosquet sem blaðamaður við franska vikuhlaðið „Le Nouvel Observateur“ — og hitt er greinasafnið Towards Socialism sem hefur að geyma langa ritgerð eftir Perry Anderson er nefn- ist Vandamál sósíalískrar stjórnlisl- ar,- Þessari grein er ætlað að kynna í sluttum útdrætti þau sjónarmið sem sett eru fram í þessum tveim ritum3) og nokkrum öðrum sem ekki er á- stæða til að tilgreina. Má ætla að þau 1 Stratégie ouvriére et néocapitalisme, Editions du Seuil, 1964. - Towards Socialism. Fontana Library 1965. 3 Beinar tilvitnanir eru aðgreindar, en víða annars staðar er um lauslega þýðingu að ræða. eigi nokkurt erindi til íslenzkra sósi- alista og oddvita verkalýðshreyfing- arinnar hér á landi. Hér verður engin tilraun gerð til að heimfæra gagnrýnina sem þessi sjónarmið fela í sér á hinni hefð- hundnu baráttutækni verkalýðshreyf- ingarinnar í V-Evrópu, upp á ís- lenzka verkalýðshreyfingu og stjórn- málaflokka hennar; enda segir sig sjálft að slík gagnrýni getur því að- eins öðlazt jákvætt inntak að hún sé afsprengi praktísks starfs innan við- komandi hreyfinga. Tvenns konar stjórnlislarforskriftir Svo sem kunnugt er hafa einkunt tvenns konar fyrirmyndir ráðið stjórnlist verkalýðshreyfinga í V-Ev- rópu s.l. hálfa öld, þ. e. hin leníníska og hin sósíaldemókratíska. Eftir for- skrift Leníns var leiðin til sósíalism- ans stutt og hein: hún útheimti að öreigalýðurinn gerði vopnaða upp- reisn gegn hinni ríkjandi eignastétt og ríkisvaldi hennar, hertæki það og rifi það niður og byggði siðan upp frá grunni nýja tegund ríkisvalds — alræði öreiganna — sem kæmi sósíal- ismanum á. Stjórnlistarforskrift sósíaldemó- krata miðaðist hins vegar við það að leiðin til sósíalismans hlyti að verða löng og krókótt þar sem sósíalisma yrði ekki komið á með lýðræðisleg- um hætti nema með hægfara umbóta- baráttu á grundvelli þingmeirihluta 324
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.