Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Síða 6
Tímarit Máls og menningar
stjórnlist hreyfingarinnar er hæfðu
hinum nýju þjóðfélagsaðstæðum
kapítalismans.
A allra síðuslu árum hefur þó orð-
ið á þessu gleðileg breyting. Sósíal-
istar á Vesturlöndum — hæði komm-
únistar, vinstri sósialistar og sósíal-
demókratar — eru nú í ríkari mæli
teknir að kryfja og velta fyrir sér
stj órnlistarvandamálum verkalýðs-
hreyfingarinnar. Þetta á þó, enn sem
komið er, einkum við um ýmsa
menntamenn sem aðhyllast sósíal-
isma.
Hér verða tilfærð tvö rit sem taka
þessi vandamál til meðferðar á mjög
alhyglisverðan hátt. Annað er Stjórn-
list verkalýðshreyfingarinnar og ný-
kapítalisminn eftir André Gorz1 —
sem kunnari er undir nafninu Michel
Bosquet sem blaðamaður við franska
vikuhlaðið „Le Nouvel Observateur“
— og hitt er greinasafnið Towards
Socialism sem hefur að geyma langa
ritgerð eftir Perry Anderson er nefn-
ist Vandamál sósíalískrar stjórnlisl-
ar,- Þessari grein er ætlað að kynna í
sluttum útdrætti þau sjónarmið sem
sett eru fram í þessum tveim ritum3)
og nokkrum öðrum sem ekki er á-
stæða til að tilgreina. Má ætla að þau
1 Stratégie ouvriére et néocapitalisme,
Editions du Seuil, 1964.
- Towards Socialism. Fontana Library
1965.
3 Beinar tilvitnanir eru aðgreindar, en
víða annars staðar er um lauslega þýðingu
að ræða.
eigi nokkurt erindi til íslenzkra sósi-
alista og oddvita verkalýðshreyfing-
arinnar hér á landi.
Hér verður engin tilraun gerð til
að heimfæra gagnrýnina sem þessi
sjónarmið fela í sér á hinni hefð-
hundnu baráttutækni verkalýðshreyf-
ingarinnar í V-Evrópu, upp á ís-
lenzka verkalýðshreyfingu og stjórn-
málaflokka hennar; enda segir sig
sjálft að slík gagnrýni getur því að-
eins öðlazt jákvætt inntak að hún sé
afsprengi praktísks starfs innan við-
komandi hreyfinga.
Tvenns konar stjórnlislarforskriftir
Svo sem kunnugt er hafa einkunt
tvenns konar fyrirmyndir ráðið
stjórnlist verkalýðshreyfinga í V-Ev-
rópu s.l. hálfa öld, þ. e. hin leníníska
og hin sósíaldemókratíska. Eftir for-
skrift Leníns var leiðin til sósíalism-
ans stutt og hein: hún útheimti að
öreigalýðurinn gerði vopnaða upp-
reisn gegn hinni ríkjandi eignastétt
og ríkisvaldi hennar, hertæki það og
rifi það niður og byggði siðan upp
frá grunni nýja tegund ríkisvalds —
alræði öreiganna — sem kæmi sósíal-
ismanum á.
Stjórnlistarforskrift sósíaldemó-
krata miðaðist hins vegar við það að
leiðin til sósíalismans hlyti að verða
löng og krókótt þar sem sósíalisma
yrði ekki komið á með lýðræðisleg-
um hætti nema með hægfara umbóta-
baráttu á grundvelli þingmeirihluta
324