Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Síða 8
Tímarit Máls og menningar
þingfylgi þeirra óx stöðugt víðast
hvar fram að heimsstyrjöldinni fyrri.
A fyrstu árunum eftir hana komust
þeir í stjórnaraðstöðu í mörgum
löndum, og hingað til hafa þeir tekið
þátt í ríkisstjórnum í Þýzkalandi,
Austurríki, Belgíu, Hollandi, Eng-
landi, Frakklandi, á Ítalíu og á öllum
Norðurlöndum. En sósíaldemókrata-
flokkar hafa samt ekki farið einir
með stjórnvöld nema í þrem þessara
landa, þ. e. í Englandi, Svíþjóð og
Noregi. Þannig er í stuttu máli kosn-
ingaferill þeirra.
Meira er þó vert um hinn pólitíska
feril sósíaldemókrata — hversu þeim
hefur orðið ágengt í að breyta auð-
valdsþjóðfélögum V-Evrópu í sósíal-
íska átt. Um það verður naumast deilt
að eftir sextíu ára feril hinna sósíal-
demókratísku flokka er ekkert þjóð-
félag í N- og V-Evrópu nálægt því að
geta kallazt sósíah'skt. Hins vegar
mætti halda því fram með nokkrum
rökum að sum þeirra væru talsvert
nær sósíalisma en þau voru fyrir ein-
um fimmtíu árum; árangurinn af
starfi jafnaðarmannaflokkanna væri
einmitt í því fólginn.
Nú er álitamál hvaða mælikvarða
er hægt að nota til þess að vega og
meta þessa staðhæfingu. Sjálfir benda
sósíaldemókratar aðallega á tvo sem
j)ó verður að heita af mikilli varkárni:
stærð hins opinbera geira efnahags-
lífsins1) og skiptingu jijóðartekn-
anna. Sé miðað við heildarfjárfest-
ingu koma eftirtaldir hundraðshlutar
í hlut hins opinbera geira: England
32%, ítalia 27%, Austurriki 27%,
Frakkland 25%, V-Þýzkaland 15—
20%, Svíþjóð 15%, Noregur 14%,
Holland 13% og Belgía 10%. Af
þessu sést að hinn þjóðnýtti geiri er
hvarvetna í miklum minnihluta sam-
anborið við einkageirann, og efna-
hagslega séð er honum einkum ætlað
það hlutverk að sjá einkaframtakinu
fyrir ódýrri tæknilegri undirbygg-
ingu sem kostuð er af almannafé,
m. ö. o. að annast þær greinar efna-
hagslífsins sem eru eða eru orðnar
óarðbærar. Það hefur þannig orðið
hlutskipti sósíaldemókrata að gangast
fyrir þjóðnýtingu á taprekstri einka-
auðmagnsins.
Nú er vitað mál að ýmsir jafnað-
armannaflokkar hafa ekki lengur
Jjjóðnýtingu á stefnuskrá sinni, en
leggja í þess stað megináherzlu á
tekjujöfnun og samfélagslega þjón-
ustustarfsemi. Þeim mun eftirtektar-
verðara er að hlutur gróðans og laun-
anna í jijóðartekjunum hefur haldizt
óbreyttur að kalla á Englandi s.l. sex-
tíu ár, að því er rannsóknir hafa leitt
í ljós. Á sama hátt hefur verið reikn-
að út að V-Þýzkaland — hreinræktað
auðvaldsþjóðfélag sem er með öllu ó-
snortið af sósíaldemókratísku stjórn-
arfari — er það land í V-Evrópu sem
framkvæmir mesta tekjujöfnun með
1 Þ. e. hlutdeild liins opinbera í atvinnurekstri.
326