Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Page 9
Verlcalýðshreyjingin í Vestur-Evrópu andspœnis nýkapítalisma
skattakerfi sínu, meiri en Svíþjóð eða
nokkurt Norðurlandanna.
Ennfremur hafa brezkar rannsókn-
ir sýnt fram á að ráðstafanir hins op-
inbera til tekjujöfnunar (með skatt-
lagningu og almannatryggingum)
liafi aðeins leitt til þess að hilið milli
há- og lágtekna minnkaði um fimm-
tung árin 1953 og 1957, miðað við
það misræmi sem markaðslögmál
kapítalismans hafa sjálfkrafa í för
með sér. Þannig dregur „velferðar“
löggjöf Breta óverulega úr hinu efna-
hagslega ójafnrétti, eins og það birt-
ist í tekjuskiptingunni. Hún mjókkar
h'tið bilið milli ríkra og fátækra, en
leiðir hins vegar til umtalsverðrar
„láréttrar14 tekjutilfærslu t. d. frá
reykingamönnum til hinna sem ekki
reykja og frá barnlausu fólki til
harnafjölskyldna. En öll viðleitni
sósíaldemókrata til að dreifa tekjum
hinna auðugu til hinna fátæku strand-
ar á því að þeir hafa hvarvetna virt
hina ríkjandi eignaskipan auðvalds-
þjóðfélagsins. Kringum 1955 voru
% hlutar allrar einkaeignar í Eng-
landi taldir vera í höndum eins
hundraðshluta þjóðarinnar (fulltíða
manna) og jafnstór hundraðshluti
átti % alls hlutafjár; afgangurinn
var í höndum annarra 9 eða 10
hundraðshluta.
Af þessum staðreyndum má ráða
að afrekaskrá jafnaðarmannaflokka
V-Evrópu, eftir sextíu ára starfsemi,
er allt annað en glæsileg. Það er ekki
aðeins að þeim hefur hvergi tekizt
að koma á sósíalisma, heldur hafa
þeir ekki komið til leiðar neinum
meiri háttar breytingum á gerð
(strúklúr) þeirra þjóðfélaga sem
þeir hafa náð fótfestu í. Vonir manna
um að stefna sósíaldemókrata yrði
Vesturlöndum það sem Lenínisminn
varð austrinu hafa brugðizt hrapal-
lega. Því er brýn ástæða fyrir alla
sósíalista og verkalýðssinna að skil-
greina orsakirnar sem liggja til hins
ójafna gengis beggja helztu stjórn-
listarkenninga verkalýðshreyfingar-
innar í Evrópu.
Hinar félagslegu forsendur lenínism-
ans og sósíaldemókratísins
Eins og áður segir tókst rússnesk-
um bolsjevíkum að leiða þjóðfélags-
byltingu til sigurs samkvæmt stjórn-
listarkenningu Leníns, ná völdum í
Rússlandi, mola niður ríkisvél þess,
uppræta kapítalismann og færa efna-
hagskerfi víðlendasta ríkis Evrópu í
sósíalískt horf. Með svipaðri stjórn-
list, lagaðri eftir aðstæðum aust-
ræns bændaþjóðfélags, tókst kín-
verskum kommúnistum að fram-
kvæma engu þýðingarminni þjóðfé-
lagsbyltingu í Asíu.
Af gengi hinnar lenínísku stjórn-
listar verður einfaldlega ályktað að
hún hafi verið réttilega mótuð eftir
hinu félagslega umhverfi A-Evrópu
— og Rússlands sérstaklega — í fullu
samræmi við hinar sérstöku aðstæður
327