Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Page 13

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Page 13
Verkalýðshreyjingin í Vestur-Evrópu andspœnis nýkapítalisma ist. Það er langt frá því að vera hlut- kennt: það er órofa heild, summa hinna sundurgreindu samhanda sem nvynda eitt þjóðfélag. Þessi samhönd eru vitanlega hluttekin í fjölmörgum þýðingarmiklum stofnunum sem eru miklu fleiri og margbreytilegri en löggjafarþingið eitt. Til þeirra má telja aragrúa smærri félagseininga: fjölskyldur, skóla, háskóla, verk- smiðjur, skrifstofur, dagblöð, kvik- myndahús, banka, tilraunastofur, ráðuneyti o. s. frv., Þessar einingar mynda svo aftur stærri þyrpingar — aðalstofnanir þjóðfélagsins á sviði menntamála, efnahagslífs, samgöngu- mála og upplýsinga-, hermála og skriffinnsku. Löggjafarþingið er þeirra á meðal. Hver um sig nýtur nokkurs sjálfræðis. Löggjafarvaldið er þannig einn af mörgum valdageir- um þjóðfélagsins, en ekki samnefn- ari (syntesa) þeirra. Af innbyrðis af- stöðu valdaeininganna má ráða hinn raunverulega valdastrúktúr þjóðfélagsins. í Englandi birtisthann í því að önnur af tveimur aðalstétt- um þjóðfélagsins hefur ævinlega for- ræði fyrir hinni, án tillits til þess hvor hlýtur meirihluta í þingkosningum.“ Sósíaldemókrataflokkarnir eru svo dáleiddir af hinu lögfræðilega æðsta- valdi þingsins að þeim er um megn að skilja hina samfélagslegu undir- okun þess. Þó að þeir hljóti þing- meirihluta og myndi ríkisstjórn þá er þeim jafnan um megn að framkvæma hinar róttæku þjóðfélagsbreytingar sem þeim er skylt að beita sér fyrir samkvæmt stefnuskránni. Til þess liggja tvenns konar ástæður. í fyrsta lagi er ríkisstjórn þeirra umlukt hinu samþjappaða ægivaldi sem forystu- stéttin, auðstéttin, varðveitir óskert innan allra annarra geira valdakerf- isins; og í öðru lagi marka fyrirætl- anir þeirra baráttunni allt of þröngan bás. „Árekstrunum sem af þeim hljót- ast lyktar með málamiðlun sem tak- markar ekki aðeins tæki og aðferð baráttunnar, heldur og vettvang hennar og víðfeðmi. Málamiðlanir setja þannig deilumálunum þröngar skorður frá upphafi: það sem deilt er um er ekki nema lítill hluti allra þeirra pólitísku kosta sem aðstæðurn- ar bjóða upp á. í sumum málum er vettvangur deilunnar svo þröngur að halda mætti að engar ákvarðanir séu í raun og veru teknar vísvitandi, held- ur leiði þær sjálfkrafa af því „hug- arfari“ sem málamiðlunin mótaði í upphafi."1 Af hinni misskildu og misheppn- uðu stjórnlist sósíaldemókrata leiðir að þeir fórna sósíalískum stefnuskrár- atriðum sínum hvað eftir annað í von um sigur í þingkosningum. En valdið sem þeir sækjast eftir að ná með því móti úr höndum hinnar kapítalísku forystustéltar er í reynd ekki annað en heimild til að viðhalda status quo 1 Westergaard: Capitalism withont class- es. 331
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.