Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Qupperneq 13
Verkalýðshreyjingin í Vestur-Evrópu andspœnis nýkapítalisma
ist. Það er langt frá því að vera hlut-
kennt: það er órofa heild, summa
hinna sundurgreindu samhanda sem
nvynda eitt þjóðfélag. Þessi samhönd
eru vitanlega hluttekin í fjölmörgum
þýðingarmiklum stofnunum sem eru
miklu fleiri og margbreytilegri en
löggjafarþingið eitt. Til þeirra má
telja aragrúa smærri félagseininga:
fjölskyldur, skóla, háskóla, verk-
smiðjur, skrifstofur, dagblöð, kvik-
myndahús, banka, tilraunastofur,
ráðuneyti o. s. frv., Þessar einingar
mynda svo aftur stærri þyrpingar —
aðalstofnanir þjóðfélagsins á sviði
menntamála, efnahagslífs, samgöngu-
mála og upplýsinga-, hermála og
skriffinnsku. Löggjafarþingið er
þeirra á meðal. Hver um sig nýtur
nokkurs sjálfræðis. Löggjafarvaldið
er þannig einn af mörgum valdageir-
um þjóðfélagsins, en ekki samnefn-
ari (syntesa) þeirra. Af innbyrðis af-
stöðu valdaeininganna má ráða
hinn raunverulega valdastrúktúr
þjóðfélagsins. í Englandi birtisthann
í því að önnur af tveimur aðalstétt-
um þjóðfélagsins hefur ævinlega for-
ræði fyrir hinni, án tillits til þess hvor
hlýtur meirihluta í þingkosningum.“
Sósíaldemókrataflokkarnir eru svo
dáleiddir af hinu lögfræðilega æðsta-
valdi þingsins að þeim er um megn
að skilja hina samfélagslegu undir-
okun þess. Þó að þeir hljóti þing-
meirihluta og myndi ríkisstjórn þá er
þeim jafnan um megn að framkvæma
hinar róttæku þjóðfélagsbreytingar
sem þeim er skylt að beita sér fyrir
samkvæmt stefnuskránni. Til þess
liggja tvenns konar ástæður. í fyrsta
lagi er ríkisstjórn þeirra umlukt hinu
samþjappaða ægivaldi sem forystu-
stéttin, auðstéttin, varðveitir óskert
innan allra annarra geira valdakerf-
isins; og í öðru lagi marka fyrirætl-
anir þeirra baráttunni allt of þröngan
bás. „Árekstrunum sem af þeim hljót-
ast lyktar með málamiðlun sem tak-
markar ekki aðeins tæki og aðferð
baráttunnar, heldur og vettvang
hennar og víðfeðmi. Málamiðlanir
setja þannig deilumálunum þröngar
skorður frá upphafi: það sem deilt
er um er ekki nema lítill hluti allra
þeirra pólitísku kosta sem aðstæðurn-
ar bjóða upp á. í sumum málum er
vettvangur deilunnar svo þröngur að
halda mætti að engar ákvarðanir séu
í raun og veru teknar vísvitandi, held-
ur leiði þær sjálfkrafa af því „hug-
arfari“ sem málamiðlunin mótaði í
upphafi."1
Af hinni misskildu og misheppn-
uðu stjórnlist sósíaldemókrata leiðir
að þeir fórna sósíalískum stefnuskrár-
atriðum sínum hvað eftir annað í von
um sigur í þingkosningum. En valdið
sem þeir sækjast eftir að ná með því
móti úr höndum hinnar kapítalísku
forystustéltar er í reynd ekki annað
en heimild til að viðhalda status quo
1 Westergaard: Capitalism withont class-
es.
331