Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 17
Vcrkalýðshreyjingin i Vestur-Evrópu, antlspœnis nýkapítalisma þeirri áiyktun sem draga má vélrænt af kenningum Marx að auðvalds- skipulagið hljóti fyrr eða síðar að kollsteypast af sínum innri mótsögn- um: mótsögninni milli gróðans og verðgildis vinnuaflsins, milli fram- hoðs og ónógrar eftirspurnar o. s. frv. Ekki var nema eðiilegt að heims- kreppan mikla gæfi þessari kenningu — upprunalega sósíaldemókratískri kenningu sem Lenín andmælti á sín- um tíma — byr undir háða vængi. Það var einmitt heimskreppan og heimsstyrj öldin síðari sem knúðu forystumenn auðvaldsríkjanna til þess að taka upp ýmis varnarmeðöl í því skyni að rétta kapítalismann við og forða honum frá stórslysi. Hér skal aðeins drepið á þessi varnar- meðöl sem eiga meginþátt í því að tekizt hefur að tryggja stöðugan, en vitanlega misjafnlega öran hagvöxt í auðvaldsríkjum V-Evrópu frá því að síðari heimsstyrjöldinni lauk. Varnarmeðölin koma flest fram i stóraukinni íhlutun ríkisvaldsins um efnahagsmál og brjóta því í bág við laissez-faire-sleinuna sem var í fullu gildi fyrir 1914. Hin auknu ríkisaf- skipti hafa breytt eigi alllítið heildar- umgerð þjóðarbúskaparins og í þeim felst jafnvel tilraun til þess að ná tök- um á þeim öflum sem réðu lögum og lofum á heimsmarkaðinum. Nánar til tekið birtast ríkisafskiptin í: a) Fjárfestingu og framkvæmdum á vegum hins opinbera til þess að draga úr atvinnuleysi, eftir forskrift Keynes, brezka hagfræðingsins sem kalla mætti höfund nýkapítalismans. b) Lauslegri efnahagsáætlun nokk- ur ár fram í tímann. Þessi áætlunar- gerð er á engan hátt bindandi fyrir einkaframtakið, heldur er því aðeins uppálagt að hafa hana til hliðsjónar fjárfestingarpólitík sinni. Hið opin- bera hefur forgöngu um áætlunar- gerðina og útfærir hana í náinni sam- vinnu við stærstu einokunarhringana, jafnframt því sem það leitast við að ná samvinnu við verkalýðshreyfing- una og gera hana ábyrgan hluttak- anda í henni. c) Þjóðnýtingu þeirra greina efna- hagslífsins sem eru (eða eru orðnar) óarðbærar fyrir einkaframtakið. Svo sem áður er getið hafa hingað til að- allega verið þjóðnýttar í V-Evrópu þær atvinnugreinar sem einkafram- takið hefur annað hvort gefizt upp á að stunda eða ekki haft hag af, þar sem því hefur gefizt kostur á að á- vaxta auðmagnið langtum betur í öðrum greinum. Auðmagnið sein brezkir kapítalistar höfðu fest í járn- og stáliðnaði rann í arðbærari og nýrri framleiðslugreinar, s. s. flug- véla- og efnaiðnað — eða húsabrask — eftir þjóðnýtingu Verkamanna- flokksins 1945. 011 þjónustu-, sjúkra- og uppfræðslustarfsemi sem hið op- inbera hefur með höndum, að við- bættri vegagerð og flugvalla, er bein greiðastarfsemi við einkaauðmagnið, 335 L
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.