Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 19
VerkalýSshreyfingin í Vestur-Evrópu andspœnis nýkapítalisma
vestrænn kapítalismi hefur ekki tekið
þá kollsteypu sem ýmsum þótti fyrir-
sjáanleg til skamms tíma. Skýringin
verður þó ófullnægj andi nema því
aðeins að menn geri sér grein fyrir
áhrifunum sem aukin efnaleg velmeg-
un hefur haft bæði á gengi kapítal-
ismans og á hugarfar þeirra sem sæta
áþján hans jafnt í hlutverki fram-
leiðenda og neytenda. Að því verður
vikið hér á eftir.
Skilyrðisbinding neytandans
Allt fram á þennan dag hafa verið
til staðar í öllum auðvaldsríkjum,
a. m. k. meðal lágstéttanna, ýmsar
frumþarfir sem enn hefur ekki verið
fullnægt. Þessar þarfir hafa hingað
til verið eðlileg undirstaða hinna
kapítalísku framleiðsluhátta og að
vissu leyti gætt þá mannlegum til-
gangi. Meginhluti eftirspurnarinnar
hefur beinzt að vörum sem eru nauð-
synlegar til þess að viðhalda lífi
manna, s. s. matvælum og húsnæði,
svo að hin kapítalíska framleiðsla
hefur í reynd grundvallazt á sjálf-
krafa og eðlilegum frumþörfum. Af
þessum sökum hafa margir getað lif-
að á þeirri blekkingu að efnahagslífið
væri í þjónustu neytandans og því
mætti skilgreina það, eins og sumir
hagfræðingar vestrænir hafa gert,
sem vísindalega aðferð til að beizla
og þróa þær náttúruauðlindir sem
eru par définition af skornum
skammti, miðað við þarfirnar. En
þessi náttúrlegi grundvöllur eftir-
spurnarinnar hefur aðeins orðið til
þess að dylja fyrir mönnum hið
innra, lögmálsbundna takmark allrar
kapítalískrar framleiðslu, þ. e. auð-
magnssöfnunina (eða auðmögnun-
ina) sem er markmið í sjálfu sér og
aðaldriffjöður kerfisins. En það sem
var áður dulið hefur orðið ljósara
eftir því sem frumþörfunum er hetur
fullnægt og þær hætta að bera uppi
aukna eftirspurn. Þegar svo er kom-
ið gefst mönnum færi á að velja um
ýmsar tegundir framleiðslu eða verð-
mæta sem eru óháð hinum náttúr-
Iegu frumþörfum. André Gorz farast
svo orð um þetta atriði: „Þeir (þ. e.
mennirnir) geta kosið að framleiða í
því skyni að fullnægja hinum með-
vituðu, skapandi þörfum manna í
stað þess að einskorða framleiðsluna
við þær þarfir sem náttúran leggur
þeim á herðar. Þeir geta sveigt hætti
og skipulag framleiðslunnar, svo og
framleiðsluna sjálfa, undir það meg-
intakmark að skapa „fullkomlega
mannlega“ menn. Þeir geta gert sköp-
unarstarfið — bæði við framleiðslu
og neyzlu — að grundvallarathöfn
líísins, í stað þess að hingað til hefur
])að, af eðlilegum ástæðum, aðeins
verið „óverulegur þáttur í starfi
manna'S
„Kapítalismanum hefur samt tek-
izt“, heldur André Gorz áfram, „að
koma i veg fyrir þessa afdrifaríku
22tmm
337