Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Page 22
Tímarit Maia og menningar
árunum, meÖan fordæmi rússnesku
byltingarinnar var í fersku minni og
kapítalisminn var lamaður af heims-
kreppunni miklu. Eftir seinni heims-
styrjöldina tóku þeir í allmörgum
löndum þátt í samsteypustjórnum og
beittu sér innan þeirra fyrir sósíal-
ískum úrlausnum sem mótað hafa
auðvaldsskipulag viðkomandi landa
varanlega, t. d. Frakklands. Og nú er
svo komið að svo til allir kommún-
istaflokkar V-Evrópu gera ráð fyrir
þeim möguleika að sósíalisma verði
þar komið á með friðsamlegu móti,
án skyndibyltingar. En þótt stjórnlist-
arkenningin hafi þannig tekið veru-
legum breytingum eru starfshættir
kommúnistaflokkanna og áróðursað-
ferðir ekki ósvipaðar þeim sem tíðk-
uðust fyrir stríð. Arfur liðinnar sögu
hvílir þungt á þeim og stendur í vegi
.fyrir að þeir dragi ótvírætt lærdóma
af þróun nýkapítalismans. Segja má
að um þessar mundir einkennist
stefna þeirra af nokkru hikiogóvissu.
íhaldssemi vestrænna kommúnista
á stjórnlistarforskrift Leníns hefur að
dómi Gorz haft hinar alvarlegustu af-
leiðingar í för með sér: „Leiðin milli
nútíðar og framtíðar hefur rofnað ...
I skjóli þeirrar viðbáru að hálfsigrar
innan ramma auðvaldsskipulagsins
hljóti óhjákvæmilega að verða felldir
inn í það og samlagaðir því, hefur
risið kínamúr milli hinnar daglegu
baráttu kommúnista og vinstri sósíal-
ista annars vegar og hinna sósíalísku
framtíðarlausna hins vegar ... Það
er engu líkara en ætlunin sé að fresta
lausn vandans þar til „verkalýðsstétt-
in“ hefur náð völdum og þangað til
sé um það eitt að tefla að viðhalda
óánægjunni og byltingarglæðunum.“
„En þessi afstaða leiðir til öng-
þveitis. Byltingarglæðurnar hafa
löngu kulnað vegna skorts á jákvæðri
framtíðarsýn og jákvæðum athöfn-
um. Kapítalisminn er að vísu ófær
um að leysa með róttœkum hœtti
mörg þau meginvandkvæði sem leiða
af þróun hans. En hann leysir þau á
sinn hátt, með tilslökunum og undan-
slætti sem miða að því að gera hann
að „bærilegu“ þjóðskipulagi. Þar
með er verkalýðshreyfingin hrakin í
varnarstöðu. Fyrst hún leitast ekki
við að knýja fram sínar eigin lausnir,
tapar hún frumkvæðinu. Fyrst hún
býr sig ekki fyrirfram undir vandann
og leggur ekki fram lausnir sínar á
honum, hættir hún að vera hin leið-
andi framtíðarstétt. í stað þess kem-
ur í hlut auðvaldsskipulagsins að
veita verkamönnum lausn á hálfum
vandanum. Og með hverri veittri
tilslökun staðfestir auðvaldsskiptdag-
ið — sem fær þannig sjálft að á-
kvarða innihald og umfang tilslakan-
anna — forskot sitt og styrkir valda-
aðstöðu sína.“
Veikleiki hinnar sósíalísku verka-
lýðshreyfingar í öllum auðvaldsríkj -
um hefur fyrst og fremst stafað af því
að „hún hefur reynzt ófær um að
340