Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Síða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Síða 22
Tímarit Maia og menningar árunum, meÖan fordæmi rússnesku byltingarinnar var í fersku minni og kapítalisminn var lamaður af heims- kreppunni miklu. Eftir seinni heims- styrjöldina tóku þeir í allmörgum löndum þátt í samsteypustjórnum og beittu sér innan þeirra fyrir sósíal- ískum úrlausnum sem mótað hafa auðvaldsskipulag viðkomandi landa varanlega, t. d. Frakklands. Og nú er svo komið að svo til allir kommún- istaflokkar V-Evrópu gera ráð fyrir þeim möguleika að sósíalisma verði þar komið á með friðsamlegu móti, án skyndibyltingar. En þótt stjórnlist- arkenningin hafi þannig tekið veru- legum breytingum eru starfshættir kommúnistaflokkanna og áróðursað- ferðir ekki ósvipaðar þeim sem tíðk- uðust fyrir stríð. Arfur liðinnar sögu hvílir þungt á þeim og stendur í vegi .fyrir að þeir dragi ótvírætt lærdóma af þróun nýkapítalismans. Segja má að um þessar mundir einkennist stefna þeirra af nokkru hikiogóvissu. íhaldssemi vestrænna kommúnista á stjórnlistarforskrift Leníns hefur að dómi Gorz haft hinar alvarlegustu af- leiðingar í för með sér: „Leiðin milli nútíðar og framtíðar hefur rofnað ... I skjóli þeirrar viðbáru að hálfsigrar innan ramma auðvaldsskipulagsins hljóti óhjákvæmilega að verða felldir inn í það og samlagaðir því, hefur risið kínamúr milli hinnar daglegu baráttu kommúnista og vinstri sósíal- ista annars vegar og hinna sósíalísku framtíðarlausna hins vegar ... Það er engu líkara en ætlunin sé að fresta lausn vandans þar til „verkalýðsstétt- in“ hefur náð völdum og þangað til sé um það eitt að tefla að viðhalda óánægjunni og byltingarglæðunum.“ „En þessi afstaða leiðir til öng- þveitis. Byltingarglæðurnar hafa löngu kulnað vegna skorts á jákvæðri framtíðarsýn og jákvæðum athöfn- um. Kapítalisminn er að vísu ófær um að leysa með róttœkum hœtti mörg þau meginvandkvæði sem leiða af þróun hans. En hann leysir þau á sinn hátt, með tilslökunum og undan- slætti sem miða að því að gera hann að „bærilegu“ þjóðskipulagi. Þar með er verkalýðshreyfingin hrakin í varnarstöðu. Fyrst hún leitast ekki við að knýja fram sínar eigin lausnir, tapar hún frumkvæðinu. Fyrst hún býr sig ekki fyrirfram undir vandann og leggur ekki fram lausnir sínar á honum, hættir hún að vera hin leið- andi framtíðarstétt. í stað þess kem- ur í hlut auðvaldsskipulagsins að veita verkamönnum lausn á hálfum vandanum. Og með hverri veittri tilslökun staðfestir auðvaldsskiptdag- ið — sem fær þannig sjálft að á- kvarða innihald og umfang tilslakan- anna — forskot sitt og styrkir valda- aðstöðu sína.“ Veikleiki hinnar sósíalísku verka- lýðshreyfingar í öllum auðvaldsríkj - um hefur fyrst og fremst stafað af því að „hún hefur reynzt ófær um að 340
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.