Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Qupperneq 23

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Qupperneq 23
Verkalýðshreyfingin í Vestur-Evrópu andspænis nýkapítalisma sameina baráttuna fyrir sósíalisma hinni daglegu baráttu fyrir félagsleg- um umbótum“ og bættum lífskjörum. Það hefur verið beðið eftir bylting- unni sem ekki hefur orðið vegna þess að neyðin — skortur á lífsnauðsynj- um — er ekki lengur hlutskipti fjöld- ans, heldur aðeins minnihluta — u. þ. b. fimmtungs — íbúanna í hinum há- þróuðu auðvaldsríkjum. Þar við bæt- ist að þessi fimmtungur þjóðarinnar er ósamkynja, einskorðaður við á- kveðin vanþróuð héruð, gamalmenni, atvinnuleysingja, ófaglærða verka- menn o. s. frv. Þessi sundurleiti hóp- ur er ófær um að mynda með sér samtök sem geti haft úrslitaáhrif á þjóðfélagið og ríkisvaldið. Af þessu dregur Gorz þá ályktun að „neyðin getur ekki lengur verið grundvöllur baráttunnar fyrir sósíalisma ... Að svo miklu leyti sem enn er nauðsyn- legt að berjast fyrir fullnægingu /rumþarfanna leiðir sú barátta samt ekki lengur til róttækrar gagnrýni á ríkjandi þjóðskipulagi“. „Á meðan neyðin var hlutskipti fjöldans var umbylting þj óðfélagsins nauðsyn sem skýrði sig sjálf. Oreigar og fátækir bændur þurftu ekki að vita hvers konar þjóðfélag þeir hygðust byggja upp í stað þess sem þeir risu upp á móti. Þeir höfðu engu að tapa ...“ En nú, þegar „óbærileiki skipulagsins er ekki lengur algjör, heldur afstæður, er óhj ákvæmilegt að setja fram ný stefnumið til þess að téður óbærileiki verði öllum aug- ljós“. Þau verða að vera jákvæð og „skýra nánar hvað sósíalisminn geti veitt, hvaða vandamál hann geti einn leyst og hvernig hann geti leyst þau“. Því að sósíalisminn er ekki lengur augljós nauðsyn að dómi fjöldans. í bók sinni setur Gorz sér það verkefni að rannsaka „hverjar séu þær þarfir sem kalla á sósíalisma eft- ir að neyðin er að mestu úr sögunni; og við hvaða aðstæður þessar þarfir geti orðið að meðvitaðri þörf á að gjörbreyta þjóðfélaginu?“ Hann gerir í þessu sambandi skýr- an greinarmun á megindaþörfum og eigindaþörfum. Hinar fyrrnefndu lúta fyrst og fremst að magni þess varn- ings sem einstaklingurinn neytir, en hinar síðarnefndu að eðli þarfanna: hvort þær miða að alhliða þróun mannlegra hæfileika og hvernig þeim er fullnægt: hvort það er með samfé- lagslegri þjónustu ellegar einka- neyzlu. Samkvæmt þessari skilgreiningu er óefað að hin einhliða launabarátta sem hin kommúníska verkalýðshreyf- ing hefur einbeitt orku sinni að á s.l. áratugum, hefur fyrst og fremst tekið mið af megindaþörfunum. Kröfur um beinar kauphækkanir — hvort sem þær hafa miðað að auknum kaup- mætti launanna eða að því að við- halda honum — hafa jafnan verið byggðar á neyzluþörfinni; þær hafa falið í sér kröfur um betri fæðu, 341
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.