Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Page 24

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Page 24
Tímarit Máls og menningar betra húsnæði, auknar tómstundir til handa launafólki. Meðan frumþörf- unum var enn ekki fullnægt og skipu- lagið meinaði verkamönnum jafnvel að endurnýja vinnuafl sitt hafði neyzlukrafan greinilega byltingar- sinnað inntak. En um þessar mundir, staðhæfir André Gorz, er hin daglega launabarátta ófullnægjandi tjáning á mótsögn verkalýðsstéttarinnar við auðvaldsskipulagið. Þessi launabar- átta getur heldur ekki, hversu hörð sem hún annars kann að vera, komið kapítalismanum í kreppu.1 Loks er launabaráttan ein ófær um að tryggja sj álfræði og óhæði verkalýðshreyfing- arinnar innan auðvaldsþjóðfélagsins. Vert er að líta nánar á þessar á- lyktanir. 011 launabarátta miðar að því að draga úr arðráninu sem vinnu- aflið er undirselt. En þessi barátta nær því aðeins fullum árangri að hún sé um leið barátta gegn hinum félagslegu afleiðingum arðránsins. Sú verkalýðshreyfing sem takmarkar baráttuaðgerðir launamanna við neyzlukröfur einar undir yfirskini pólitísks hlutleysis, skerðir í engu gengi kapítalismans, nema síður sé. Því þar með viðurkennir hún í verki gildiskvarða og hugmyndafræði hins borgaralega þjóðfélags: að hægt sé að bæta lífskjör launamanna — í víðustu merkingu þess orðs — með 1 Sbr. það sem sagt var hér að framan um stöffugleika hlutfallsins milli gróða og launa. því að auka neyzlu þeirra og að pen- ingar séu æðsta verðmæti lífsins. Til hvers einhliða launabarátta leiðir má sjá gerst af dæmi bandarísku verka- lýðshreyfingarinnar sem óþarft ætti að vera að fjölyrða um hér, en víst er um það að hún hefur eigi átt alllít- inn þátt í að efla hina grófu dýrkun á efnalegum gæðum, sem einkennir handarískt þjóðlíf, án þess að skeytt sé um hvort þau stuðla að eflingu og göfgun mannlegra hæfileika eður ei. Einhliða launabarátta hefur enn- fremur þá hættu í för með sér, að dómi Gorz, að ríkisvaldinu takist smám saman að gera verkalýðshreyf- inguna að tæki til að friða meðlimi hennar og sætta þá endanlega við firringu vinnunnar, undirokun þeirra undir auðmagnið og undirokun neyzlunnar undir framleiðsluna. Eft- ir því sem afskipti ríkisvaldsins af efnahagslífinu hafa aukizt hefur það víða tekið að hlutast til um kjara- samninga milli atvinnurekenda og launþega, eins og við íslendingar þekkjum vel af reynslu síðustu ára. Ríkisafskipti af þessu tagi samræmast fyllilega hagsmunum atvinnurekenda, þar sem þau vefengja í engu lögmál hinnar kapítalísku framleiðslu: gróðahvötina, einkaauðsöfnunina eða fjárfestingarstefnu sem sveigir allt efnahagslífið undir regluna um há- marksgróða. Tilraunir ríkisvaldsins til þess að gera verkalýðshreyfing- una samábyrga efnahagsstefnu sinni 342
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.