Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Page 27
VerkalýSshreyfingin í Vestur-Evrópu andspænis nýkapítalisma
bera, sameiginlega þj ónustustarfsemi
muni í náinni framtíð gefa honum
kost með svipuðum kjörum, á opin-
berum þvottahúsum, þægilegum al-
menningsfarartækjum, skemmtigörð-
um og íþróttastofnunum í nágrenni
við heimili hans. Undir núverandi
kringumstæðum er einstaklingurinn
beinlínis nauðbeygður til þess aðlaga
sig eftir gildiskvörðum „neyzlusam-
félagsins“, ekki af því að hann hafi
fyrirfram einhverjar sérstakar mæt-
ur á þeim, heldur vegna þess að hann
á ekki annars völ. Einkaauðmagnið
sem hefur kverkatök á efnahagslíf-
inu, heldur hinni opinberu, sameig-
inlegu þjónustustarfsemi niðri á lág-
marksstigi. Meðan svo er halda lausn-
arorð launþegans áfram að vera:
hærra kaup, meiri neyzla, þ. e. lífs-
hættir sem eru bein eftirlíking á lífs-
háttum borgarastéttarinnar. í þessari
þróun eygir borgarastéttin þá von að
hugmyndafræði hennar muni endan-
lega takast að kæfa hugsjón sósíal-
ismans í flóði einkaneyzlunnar og
djúpi firringarinnar.
Vilji verkalýðsstéttin og flokkar
hennar stöðva þessa þróun og breyta
henni frá rótum, þá eiga þau, að
áliti Gorz,ekki nema um eitt aðvelja:
hefja nú þegar baráttu fyrir „nýju
samfélagi, nýrri neyzlufyrirmynd,
lífsháttum og menningu sem grund-
vallast á samfélagslegri þjónustu, á
fullnægingu menningarlegra og skap-
andi þarfa og á alhliða þróun mann-
legra hæfileika.“ Það sem ljær bar-
áttunni fyrir slíkum eigindaþörfum
byltingarsinnað inntak í auðvalds-
þjóðfélagi er sú staðreynd að þeim
verður ekki fullnægt eftir lögmálum
markaðsframleiðslunnar. Þær eru
skv. skilgreiningu sinni óarðbærar
og eru því megundarlega í mótsögn
við kapítalismann. Það er greinilega
engin gróðavon í því fyrir einka-
auðmagnið að fegra borgarumhverf-
ið, gera það aðlaðandi fyrir íbúana
með skemmtigörðum, snyrtilegum
torgum og trjágöngum; að fjölga
almenningsfarartækjum, reisa þvotta-
hús og barnaheimili í hverju hverfi;
að bæta og fjölga stórlega menningar-
og hressingarstofnunum, skólum,
leikhúsum, bókasöfnum, hljómleika-
höllum, íþróttahúsum og sjúkrahús-
um; að beita sér fyrir efnahagslegri
uppbyggingu og þróun vanþróaðra
héraða þar sem skortur er á sérhæfðu
vinnuafli, nálægum mörkuðum, góð-
um samgöngum o. s. frv.; að efla
virka tómstundaiðju, stuðla að hlut-
lægri og frjóvgandi fræðslu o. s. frv.
Allt eru þetta markmið sem ganga
út frá eigindaþörfum manna og stang-
ast á við skammsýn gróðasjónarmið
einkaauðmagnsins. Baráttan fyrir
þessum ófullnægðu þörfum sem eiga
sér djúpar, en oft ómeðvitaðar rætur
hjá hverjum launþega, er m. ö. o.
barátta fyrir útvíkkun hins opinbera
geira efnahagslífsins, gegn athafna-
frelsi einkaframtaksins, gegn frelsi
345