Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 38
Tímarit Máls og menningar
heil þjócf legið í jelum. Geta ekki jornleijarannsóknir gefið hér gildandi úr-
skurð? En áður en kemur að beinu svari við því, viltu kannski segja mér
eitthvað almennt um fornleifarannsóknir hér á landi?
Fornleifarannsóknir á íslandi hófust með Sigurði Vigfússyni, þótt í smá-
um stíl væri, síðan gerði Daníel Bruun höfuðsmaður og Finnur Jónsson pró-
fessor nokkra uppgrefti, sem voru á miklu fullkomnara stigi faglega séð en
rannsóknir Sigurðar, sem von var til. Þá komu svo rannsóknir Matthíasar
Þórðarsonar, en þær urðu aldrei eins miklar og hann hefði viljað, því að
varla er von að önnum kafinn embættismaður, eins og hann var, komi miklu
slíku til leiðar. Stærsta átakið í íslenzkum fornleifarannsóknum varð þó ein-
mitt á hans dögum, rannsóknirnar í Þjórsárdal 1939, en í þeim tóku þátt
fornleifafræðingar frá Danmörku, Finnlandi og Sviþjóð auk íslendinga;
Matthías Þórðarson hafði yfirumsjón með verki allra þessara manna. Á síð-
ustu tveimur áratugum hefur verið unnið nokkuð að uppgröftum eftir því
sem tími okkar fáu safnmanna hefur leyft, og þótt ekki sé meira, hafa þó
þessar rannsóknir leitt margt í ljós, sem á ýmsan hátt varpar ljósi á menn-
ingarsögu íslendinga. Ég skal nefna fáeina staði, þar sem skipulegir upp-
greftir hafa verið gerðir: Bergþórshvoll, Skálholt, Gröf í Oræfum, Þórarins-
staðir á Hrunamannaafrétti, Klaufanes í Svarfaðardal, Forna-Lá í Eyrar-
sveit, Reyðarfell í Borgarfirði, Hvítárholt í Hrunamannahreppi, Gjáskógar
og Sandártunga í Þjórsárdal. Þetta má allt kalla stóruppgrefti á okkar mæli-
kvarða, en þar til kemur svo margt smærra. Rannsóknarskýrslur eru gefnar
út í Árbók hins íslenzka fornleifafélags, en Skálholt bíður þó enn útgáfu.
Þið liajið grafið upp marga fornmenn og fundið ýmsa muni eftir þá. Hvaða
fundi telur þú merkasta?
Jú, grafir frá heiðni eru einmitt drýgsta uppsprettan. Það finnst venjulega
eitthvað af slíkum gröfum á hverju ári, og þá reynum við að komast sem
fyrst á staðinn til þess að rannsaka þær. En það er hér eins og í flestum lönd-
um öðrum nú orðið, að það eru jarðýtur, sem finna grafirnar, og það eru
ekki mjúkar á þeim krumlurnar. I bókinni Kuml og haugfé úr heiðnum sið
á íslandi, sem út kom árið 1956, dró ég saman allt sem ég fann um fornar
heiðnar grafir og það sem í þeim hefur fundizt og reyndi að draga af þessu
öllu saman þær almennar ályktanir, sem mér fannst efnið heimila. í síðustu
Árbók fornleifafélagsins gerði ég svo yfirlit yfir það sem síðan er fram kom-
ið, og í sumar rannsakaði ég eina sæmilega góða fornmannsgröf. Mér telst
356