Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 42

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 42
Tímarit Máls og menningar getað flutt með sér allan þann bústofn sem snemma er talinn í eigu íslend- inga? Benedikt frá Hofteigi er mikill áhugamaSur um frumsögu íslands eins og aðra sögu. Hann hefur stundum sneitt að íslenzkum fornleifafræðingum, að þeir séu athafnalitlir, en alltaf hefur hann gert það mannúðlega, og sá tími er nú sem betur fer liðinn, að menn leggi fæð hver á annan eða rífist eins og rakkar, þótt þeir séu ekki sammála um fræðileg efni. Menn eru hættir að hat- ast ævilangt út af stafsetningu. Góðkunningi minn Benedikt mun því áreið- anlega ekki þykkjast við mig, þótt ég segi frá einu tilsvari, sem ég ætla að hafa eftir honum. Ég spurði hann einu sinni hvaða skýringu hann gæti gefið á því, að aldrei fyndist neitt, alls ekki sú minnsta agnarögn, af minjum eftir hina miklu og menntuðu þjóð, sem hann telur hafa búið hér á landi áður en landnámsmenn komu til landsins, kannski hundrað þúsund manna þjóð. Af hverju finnast aldrei neinar minjar eftir hana? Benedikt svaraði hiklaust: „Það er af því að þið leitið ekkert að þeim.“ Mér fannst þetta skemmtilegt tilsvar, og það er býsna margt í því fólgið, ef vel er að gáð. En úr því að þú minnist á bústofn sérstaklega, þá held ég, að ekki hafi verið neinn vandi að lifa hér í nokkur ár á meðan landsmenn voru að koma upp hústofni af þeim tiltölulega fáu skepnum, sem þeir hafa haft með sér á skipum sínum. Þetta kemur fljótt, eins og við vitum. Og landið var fullt af veiðiskap, sjórinn, árnar og vötnin, auk þess hafa landnámsmenn haft með sér birgðir vista, sem þeir hafa gert sig út með, þurrkað kjöt, harðan fisk og smjör, og þar að auki er sennilegt, að kaupmenn hafi komið hingað alveg sérstaklega til þess að selja matvæli, meðan bú manna voru ekki orðin nógu stór. Og einhvers staðar er talað um, að út kæmi skip hlaðið kvikfé, auðvitað til að selja mönnum, sem vildu koma fyrir sig búi sem allra fyrst. Ég sé enga ástæðu til að halda, að menn hafi ekki getað haft ofan í sig hér í landinu þessi örfáu ár sem það hefur tekið að koma upp snotru búi. Sama sagan og hér hefur svo endurtek- ið sig, þegar þeir fluttust til Grænlands, og ekki er ósennilegt, að eitthvað svipað hafi gerzt víðar í heiminum á ýmsum tíma, þar sem menn hafa verið að nema lönd. Menn byrja ekki með allt til alls, en lifa samt af frumbýlings- árin. Björn Þorsteinsson grefur upp forna heimild um að fsland sé nefnt fraland, telur fra hafa búið í Fœreyjum á 8. öld, en síðan þokað sér hingað norður með búsmala og tekið að nema hér land. Bendir ekkert til að fyrir landnáms- tíð hafi hér verið aðrir írar en þeir einsetumenn sem Ari nefnir? 360
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.