Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 44

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 44
Tímarit Máls og menningar tilraunir, sem ég gerði á yngri árum og margir tóku fegins hendi, til að tengja saman með sniðugheitum fornleifafundi og fornar sagnir læt ég mér nú fátt um finnast, þó ég segi sjálfur frá. Ég er hræddur um, að þar þurfi betur að athuga sinn gang. Hvaða vísindagreinar standa fornleijafrœðinni nœst, eða eru henni helzt til stuðnings? Fornleifafræði er menningarsaga og hlýtur vitanlega að haldast í hendur við almenna sögu, svo langt sem ritaðar heimildir ná. Ég hef þegar nefnt sem dæmi, hvernig fornleifafræði getur lagt veigamikið orð í belg um upphaf íslandsbyggðar. Auk þess styðst fornleifafræði við þjóðfræði, sem svo er kölluð, etnografi, en að því er tekur til sjálfra fornleifarannsóknanna verður að styðjast við náttúruvísindi almennt, einkum þó jarðfræði. Þetta á við alls staðar, um alla fornleifafræði, einnig hér á landi, þótt við séum í þessari einkennilegu sérstöðu að hér er engin forsaga og allar okkar fornleifarann- sóknir snúast um efni frá sögulega þekktum tíma. En stefnumark fornleifa- fræðinnar er fyrst og fremst menningarsaga. Þeir sem vefengt liafa norskt œtterni íslendinga, hafa ekki sízt vitnað til bókmenntanna, viljað frekar rekja einkenni þeirra til íra eða Herúla, eins og Barði. Menn hafa engan sambœrilegan skáldskap fundið í Noregi, en hvað er þá að segja um allar hinar nýju rúnarislur í Bergen? Við erum nú orðnir svo langorðir, að ég verð að hliðra mér hjá að fjöl- yrða um þetta efni. Þó skal ég segja, að fornleifafundirnir í Björgvin, sem fram hafa komið á síðustu árum, ekki sízt hinar fjölmörgu og margvíslegu rúnaristur, eru einhver merkilegustu tíðindi þessarar fræðigreinar hér á Norð- urlöndum á síðustu árum. Umfram allt er þetta skemmtilegt og merkilegt efni til athugunar fyrir okkur íslendinga, en það eru líklega fyrst og fremst bókmenntasögufræðingar og málfræðingar, sem ættu að beina sjónum sínum að þessu nýstárlega ritverkasafni frá miðöldum, sem þarna bíður nú rann- sóknar. Nú langar mig til að víkja að starfi þínu við Þjóðminjasafnið. Hvenœr varðstu þjóðminjavörður? Ég varð þjóðminjavörður 1. des. 1947, en hafði þá áður verið safnvörður hjá Matthíasi Þórðarsyni um tveggja ára skeið. 362
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.