Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Qupperneq 44
Tímarit Máls og menningar
tilraunir, sem ég gerði á yngri árum og margir tóku fegins hendi, til að
tengja saman með sniðugheitum fornleifafundi og fornar sagnir læt ég mér
nú fátt um finnast, þó ég segi sjálfur frá. Ég er hræddur um, að þar þurfi
betur að athuga sinn gang.
Hvaða vísindagreinar standa fornleijafrœðinni nœst, eða eru henni helzt til
stuðnings?
Fornleifafræði er menningarsaga og hlýtur vitanlega að haldast í hendur
við almenna sögu, svo langt sem ritaðar heimildir ná. Ég hef þegar nefnt
sem dæmi, hvernig fornleifafræði getur lagt veigamikið orð í belg um upphaf
íslandsbyggðar. Auk þess styðst fornleifafræði við þjóðfræði, sem svo er
kölluð, etnografi, en að því er tekur til sjálfra fornleifarannsóknanna verður
að styðjast við náttúruvísindi almennt, einkum þó jarðfræði. Þetta á við
alls staðar, um alla fornleifafræði, einnig hér á landi, þótt við séum í þessari
einkennilegu sérstöðu að hér er engin forsaga og allar okkar fornleifarann-
sóknir snúast um efni frá sögulega þekktum tíma. En stefnumark fornleifa-
fræðinnar er fyrst og fremst menningarsaga.
Þeir sem vefengt liafa norskt œtterni íslendinga, hafa ekki sízt vitnað til
bókmenntanna, viljað frekar rekja einkenni þeirra til íra eða Herúla, eins
og Barði. Menn hafa engan sambœrilegan skáldskap fundið í Noregi, en hvað
er þá að segja um allar hinar nýju rúnarislur í Bergen?
Við erum nú orðnir svo langorðir, að ég verð að hliðra mér hjá að fjöl-
yrða um þetta efni. Þó skal ég segja, að fornleifafundirnir í Björgvin, sem
fram hafa komið á síðustu árum, ekki sízt hinar fjölmörgu og margvíslegu
rúnaristur, eru einhver merkilegustu tíðindi þessarar fræðigreinar hér á Norð-
urlöndum á síðustu árum. Umfram allt er þetta skemmtilegt og merkilegt
efni til athugunar fyrir okkur íslendinga, en það eru líklega fyrst og fremst
bókmenntasögufræðingar og málfræðingar, sem ættu að beina sjónum sínum
að þessu nýstárlega ritverkasafni frá miðöldum, sem þarna bíður nú rann-
sóknar.
Nú langar mig til að víkja að starfi þínu við Þjóðminjasafnið. Hvenœr
varðstu þjóðminjavörður?
Ég varð þjóðminjavörður 1. des. 1947, en hafði þá áður verið safnvörður
hjá Matthíasi Þórðarsyni um tveggja ára skeið.
362