Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Page 45

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Page 45
ísland hefur enga forsögu Hvernig hefur þér fallið við nýju bygginguna? Nýja byggingin olli tímamótum í sögu safnsins, eins og að líkum lætur. Það er ómetanlegt að safnið hefur sitt eigið hús, og nú orðið er það orðin eins og hver önnur fjarstæða að Þjóöminjasafninu væri holað niður einhvers staðar eða einhvers staðar. Húsið hefur sína kosti og galla, eins og gefur að skilja, það hafa öll hús. Mannkynið hefur verið að byggja hús alla sína tíð, en samt er alltaf sama vandamálið að búa til gott hús. Aðalvandamálið með okkar hús er að það er of lítiö. Ég mundi segja, að það væri nógu stórt fyrir Þjóðminjasafnið, ef Listasafn ríkisins þyrfti ekki að vera hér. Okkur Selmu kemur ágætlega saman, en söfnin okkar kreppa hvort að öðru, og við það verður ekki hægt að búa til lengdar. Það er nauðsynlegt að byggja sér- stakt Listasafnshús. Hver eru helztu verkefni safnsins? Hvað eru starfsmenn margir? Verkefni safnsins eru mörg, en safnmennirnir fáir. Auk mín eru fjórir safn- verÖir með fullu starfi og einn með hálfu starfi og bókari, sem í raun og veru er allt í senn bókari, gjaldkeri og skrifstofustúlka. En það mundi taka mig langt mál að gera grein fyrir störfunum, sem á okkur hvíla hér í Þjóð- minjasafninu, og ég held að það væri efni í að minnsta kosti eins langt mál og þetta viðtal er orðið. En af því að ég hef talað digurbarkalega um fornleifa- rannsóknir í þessu viðtali og einhver gæti því haldið, að þær væru okkar aðalviðfangsefni, þá verð ég, áður en við skiljum, að leiðrétta þann misskiln- ing. Þeim embættum, sem við safnmennirnir gegnum, fylgir alls engin laga- leg skylda til að gera neinar fornleifarannsóknir, þótt við teljum það sið- ferðilega skyldu og sjálfsagÖan hlut að gera það sem efni og ástæður leyfa á því sviÖi. Það er stundum öskrað á okkur með frekju og jafnvel ásökunum um að við gröfum ekki þetta og gröfum ekki hitt, eins og við værum að svíkja okkar starf. Þetta er hreinn misskilningur. Ekkert rannsóknarembætti í forn- leifafræði er til. Við erum safnverðir og minjaverðir, og því fylgir meira ver- aldarvafstur en margur hyggur. Hitt er annað mál, að allir safnmenn verða fræðimenn, jafnvel þótt þeir komizt kannski aldrei til að skrifa neitt. Samt vona ég að Árbók fornleifafélagsins sýni, að starfsmenn Þjóðminjasafnsins gera sér ljóst og meira en það, að rannsókna er þörf. Hún er þrátt fyrir allt til vitnis um andlega lífið í stofnuninni. Árbók fornleijajélagsins? Á hvern hátt er hún á vegum safnsins? 363
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.