Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Síða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Síða 46
Tímarit Máls og menningar ÞaS er von þú spyrjir, eins og ég hagaði orðum mínum. Hið íslenzka forn- leifafélag var stofnað árið 1879, æruverðugt félag að aldri. Markmið þess var að stuðla að fornleifarannsóknum á Islandi og gefa siðan út ársrit um þau efni. Árbók fornleifafélagsins hefur komið út síðan, þótt rannsóknirnar hafi færzt yfir á hendur Þjóðminjasafnsins. Og það hefur komið eins og af sjálfu sér, að starfsmenn þeirrar stofnunar hafa ætíð haft mestan veg og vanda af að koma ritinu út, en í félaginu eru annars áhugamenn um þessi efni, bæði innlendir og erlendir. Félagið lætur ekki mikið fyrir sér fara, en þó ég segi sjálfur frá, þar sem ég er ritstjóri Árbókarinnar sem stendur, þá er þetta eigulegt rit, og það er líka heiðarlegt rit, sem kemur út reglulega einu sinni á ári, og félagsmenn fá bókina fyrir árgjald sitt til félagsins, og það er ekki hátt. Færi svo, að bókin kæmi ekki út, yrðu menn heldur ekki krafðir um neitt gjald. Fornleifafélagið tekur hverjum nýjum félaga með fögnuði. Þú fyrirgefur þótt ég smygli hér inn þessari litlu auglýsingu, en þetta rit er sem sagt eina málgagnið fyrir íslenzka fornleifafræði og er á vissan hátt árbók Þjóðminjasafnsins ekki síður en félagsins. Hvernig er háttað stuðningi hins opinbera? Hafið þið nœgilegt fé til rann- sóknarstarfa? Allt okkar fé kemur frá því opinbera. Erfitt er að svara því, hvort við höfum nóg fé til rannsóknarstarfa. Vitanlega höfum við lítið fé, en fornleifa- fræðingar, sem gætu stjórnað uppgröftum, eru líka fáir. Ég hef ekki ástæðu til annars en halda, að hægt væri að fá meira fé hjá því opinbera til fom- leifarannsókna, en þær gera sig ekki sjálfar, þó að peningar séu fyrir hendi. Við komumst ekki yfir öllu meira en við gerum eins og sakir standa. Safnið hefur stœkkað mikið? Ef þú lítur yfir þessi ár, hvað finnst þér hafa áunnizt? Hvernig er framtíðarviðhorfið? Þjóðminjasafnið er geymslustaður minja og sýningarstaður en auk þess rannsóknarstaður að nokkru leyti. Það heldur jafnt og þétt áfram að vaxa og færa út kvíarnar á ýmsum sviðum, og svo mun verða í framtíðinni. Hér er nú orðið svo miklu meira umleikis á öllum sviðum heldur en þegar ég kom að stofnuninni fyrir rúmum tuttugu árum, að það er varla hægt að þekkja þetta fyrir sömu stofnun. Nýja húsið á sinn mikla þátt í því, en þó fyrst og fremst hin öra þensla þjóðlífsins, ysinn og hraðinn og þenslan. Safnið hefur ekki farið varhluta af þessu. Líklega heldur þessi vöxtur áfram, ég vona það, eins og ég vona að það verði æ meiri menningarstofnun eftir því sem tímar 364 ■
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.