Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Page 52

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Page 52
Timarit Máls og menningar gröfinni. Og er það okkur að kenna, þó hann geli ekki skilið að hann er dauður? — Guðný mín, segir vinkonan með innilegri blíðu. — Eg skil ekkerl í þér að tala svona. Og hugsa svona til hans. Þú verður að hugsa til hans með kærleika og nærgætni. Honum er ekki sjálfrátt, eins og ég var að segja þér. — Og þó það. Eins og það sé okkur að kenna? Ekkjan horfir fast á vin- konu sína, gremjan leynir sér ekki. Vinkonan andvarpar. — Það er ekki ykkur að kenna, að öðru leyti en því, að þið berið ekki nógu góðan hug til hans. Ég hef oft sagt þér frá minni andlegu reynslu — — Já, og ég hef skilið þig svo, að menn skánuðu eitthvað við að fara yfir um. Nema Elías Elíasson! Það er nú eitthvað annað. Þú segir hann hafi viðurkennt á fundinum, að hann hafi brugðið fyrir mig fæti, þegar ég datt úr stiganum í haust? — Já, hann viðurkenndi það — — Þarna sérðu! Hann hefði aldrei í lifanda lífi vogað sér að hregða fyrir mig fæti, enda hefði hann þá fengið fyrir ferðina. Hann gaf mér einu sinni kjaftshögg, og þó ég gæfi honum ekki til baka í sömu mynt — — Guðný mín! hrópar vinkonan skelfingu lostin. — Þetta hefir þú aldrei sagt mér, að hann hafi lagt hendur á þig —. Ekkjan lítur undan. Og svarar af dræmingi: — Það varðaði engan um það þá. Og svo nokkuð hressilegri: — En úr því hann hagar sér svona dauður, — þá er allt öðru máli að gegna. Mér fannst nú, þó hann væri okkur öllum vondur — það var hans eðli — að hann væri ekki mikið verri en hann Jónas heitinn í Gröf. En þegar hann er dáinn og hún Sigríður talar við hann á miðilsfundi fyrir sunnan, þá er hann alveg umbreyttur og vill allt fyrir hana gera, og talar allt upp á guðsorð og þesshátlar. Maður hefði aldrei látið sér detta annað eins í hug um hann Jónas heitinn. Hann var alveg sami hölvaður grúturinn og þverhausinn og hann Elías minn. Hvorugur tímdi að sjá af skítnum sínum, nema þá ofan í jörðina. Ekki handa konunum sínum, onei, onei. Eða börnunum. En hann Jónas í Gröf var ekki lengi að átta sig á því að hann væri dauður. Nei, það er Elías Elíasson, sem er samur við sig, þessa lífs og annars, þrætir fyrir að hann sé dauður, búinn að liggja þetta lengi í gröf! Og hélt ég þó að hann væri kannski eitthvað aðeins náttúrugreindari en Jónas heitinn. — Guðný mín, segir vinkonan með festu. — Ég veit að Elías heitinn var 370
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.