Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Blaðsíða 52
Timarit Máls og menningar
gröfinni. Og er það okkur að kenna, þó hann geli ekki skilið að hann er
dauður?
— Guðný mín, segir vinkonan með innilegri blíðu. — Eg skil ekkerl í
þér að tala svona. Og hugsa svona til hans. Þú verður að hugsa til hans
með kærleika og nærgætni. Honum er ekki sjálfrátt, eins og ég var að segja
þér.
— Og þó það. Eins og það sé okkur að kenna? Ekkjan horfir fast á vin-
konu sína, gremjan leynir sér ekki.
Vinkonan andvarpar. — Það er ekki ykkur að kenna, að öðru leyti en því,
að þið berið ekki nógu góðan hug til hans. Ég hef oft sagt þér frá minni
andlegu reynslu —
— Já, og ég hef skilið þig svo, að menn skánuðu eitthvað við að fara
yfir um. Nema Elías Elíasson! Það er nú eitthvað annað. Þú segir hann hafi
viðurkennt á fundinum, að hann hafi brugðið fyrir mig fæti, þegar ég datt
úr stiganum í haust?
— Já, hann viðurkenndi það —
— Þarna sérðu! Hann hefði aldrei í lifanda lífi vogað sér að hregða
fyrir mig fæti, enda hefði hann þá fengið fyrir ferðina. Hann gaf mér einu
sinni kjaftshögg, og þó ég gæfi honum ekki til baka í sömu mynt —
— Guðný mín! hrópar vinkonan skelfingu lostin. — Þetta hefir þú aldrei
sagt mér, að hann hafi lagt hendur á þig —. Ekkjan lítur undan. Og svarar
af dræmingi:
— Það varðaði engan um það þá. Og svo nokkuð hressilegri: — En úr
því hann hagar sér svona dauður, — þá er allt öðru máli að gegna. Mér
fannst nú, þó hann væri okkur öllum vondur — það var hans eðli — að
hann væri ekki mikið verri en hann Jónas heitinn í Gröf. En þegar hann
er dáinn og hún Sigríður talar við hann á miðilsfundi fyrir sunnan, þá er
hann alveg umbreyttur og vill allt fyrir hana gera, og talar allt upp á guðsorð
og þesshátlar. Maður hefði aldrei látið sér detta annað eins í hug um hann
Jónas heitinn. Hann var alveg sami hölvaður grúturinn og þverhausinn og
hann Elías minn. Hvorugur tímdi að sjá af skítnum sínum, nema þá ofan
í jörðina. Ekki handa konunum sínum, onei, onei. Eða börnunum. En hann
Jónas í Gröf var ekki lengi að átta sig á því að hann væri dauður. Nei, það
er Elías Elíasson, sem er samur við sig, þessa lífs og annars, þrætir fyrir
að hann sé dauður, búinn að liggja þetta lengi í gröf! Og hélt ég þó að
hann væri kannski eitthvað aðeins náttúrugreindari en Jónas heitinn.
— Guðný mín, segir vinkonan með festu. — Ég veit að Elías heitinn var
370