Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 54

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 54
Timarit Máls ug menningar beitt, þegar komið er yfir í annan lieiin. Maður hefir svosem heyrt eitt og annað frá gamalli tíð. Það er ekki víst að það sé allt uppspuni — — Það hefir áreiðanlega enginn uppspuni verið. Fólk var bara svo van- þroska, það skildi ekki fyrirbærin. Það sendi hinum vansælu verum heiftar- hug, í stað kærleika og fyrirbæna. — Ja, er ekki von að manni gremjist? Eins og til dæmis þegar taðhlaðinn hrundi. Heldur þú að hann Elli hafi hlaðið hann eitthvað öðruvísi í vor en hann er vanur? Nei, hann var bara stærri en venjulega — og það þoldi Elías Elíasson ekki. Hann taldi ævinlega eftir hverja taðflögu, sem undir pott var látin. Að ég nú ekki tali um undir miðstöðina. Og þetta var rétt eftir jarðarförina! Ég hélt þó að hún hefði farið sómasamlega fram. Og góð var ræðan hjá prestinum. Elías hefði mátt þakka fyrir hana. — Eiginlega fannst mér nú ekkert ofsagt í henni, segir vinkonan. — Ja, nú ofbýður mér! segir ekkjan. — Ég var svo steinhissa hvað prest- inum sagðist vel, til dæmis þegar hann var að tala um, hvað Elías minn hefði verið vel inetinn af sinum sveitungum. Þú veizt þó liklega, að aldrei var hann í neinu einbætti, ekki í hreppsnefnd eða neinni nefnd. Og ég veit ekki til að hann héldi nokkurntíma ræðu á nokkrum fundi. Og ekki var bú- hokrið svo burðugt hjá okkur. Hitt var satt, hann þrælaði eins og aðrir. En það hefir enginn verið metinn fyrir það hingað til. — Ja, mér fannst nú bara, að hann hefði getað beðið almennilega fyrir honum, segir vinkonan rösklega. — Nú, eins og hann gerði það ekki? Hann var ekkert sérstaklega beðinn um það. Mér kom það ekki til hugar, að hann Elías minn þyrfti neitt kröft- ugri fyrirbænir en aðrir menn, því margur er nú skítlegur sinni konu í lif- anda lífi og liggur kyrr í sinni gröf fyrir því. Það er þögn um stund. Rökkrið færist yfir. Að utan berst háreysti frá börnum að leik. — Hvað varstu þá að hugsa um að biðja mig að gera? spyr vinkonan hljóðlega. — Ég hefði nú aldrei farið að ómaka þig hingað, Halldóra mín, ef ég hefði ekki vitað hvað þú ert heima í þessum málum. Og bæði góð og gáfuð manneskja. Það var þessvegna, að ég sagði þér frá þessum grun mínum í haust, þegar ég var sett í gipsið, og bað þig að reyna að ná sambandi við hann. Og hann vildi tala við þig — eða var það ekki? — Jú, hann var bara miklu þverari en rneðan hann var í líkamanum. 372
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.