Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Page 55

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Page 55
Elías Elíasson — Ætli ekki! Ég veit til dæmis, að hann hefSi aldrei farið að drepa skepnurnar ------ — Þú átt við-----? — Lömbin, manneskja! Þau detta niður eins og skotin, sjö á tíu dögum. Og enginn veit neitt úr hverju. Nei, hann hefði aldrei látið neitt bitna á skepnunum, meðan hann var lífs. ESa þegar bezta kýrin okkar beiðir upp hvað eftir annað, skepna orðin átta vetra, og ævinlega kelfzt í fyrsta sinn, sem henni hefir verið haldið. Dyrnar opnast gætilega. Það er heimasætan fyrrverandi, sem stendur í gættinni. — Það er sími til þín, Halldóra. Þegar Halldóra er farin þokast stúlkan inn fyrir. — Þú ert ekki orðin góð í hendinni ennþá, mamma? — Nei, og finn ekki að mér fari neitt fram. Hún Halldóra mín talaöi við þessa konu, sem hún hefir samband við, en ég hef ekki orðiö vör við neinn bata. Hún sagði líka, að það væri erfitt að komast að því, hvað sem hún hefir nú meint með því. — Hvað segir læknirinn? — Hann? Ég hef ekkert hitt hann. Það er víst ekki verra að leita til hennar Halldóru. — Æ, mamma, ég skil hvorki upp né niöur í þessu, að þú skulir vera koniin svona í þessa andatrú. — Hvað heldurÖu að þú berir skynbragð á það, harn? Og af hverju ertu hálfkjökrandi? Ekkjan hvessir augun á dóttur sina. — Er hann kannski orðinn vondur við þig strax, kærastinn? — Mamma! Það sem þér getur dottið í hug. — Nei, ég ætlaði bara að segja þaÖ við þig, að þú skyldir þá láta hann róa. Drekkur hann? — Ne-ei. Rétt bragÖar það, svona til að vera með. Það er allt í lagi með okkur. Mamma, þú ættir að koma til okkar, þegar við erum flutt. Það mundi hressa þig upp. Það glaönar dálítið yfir stúlkunni við tilhugsunina. En ekkjan mildast lítið við það. — Það verÖur að minnsta kosti ekki i bráð. Ég hef nóg að gera hér, eins og ástandið er. — Og hvað getur þú gert, mamma? Eins og þú getir eitthvað gert, þó þessi skömm sé í lömbunum. Heldurðu að Elli verði ekki að sjá um það? Auk þess ertu handlama. Komdu bara með mér strax, ég vil ekki hafa þig hérna. Þetta er allt ímyndun í þér, mamma. Hún Anna var að segja mér — a — 373
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.