Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Qupperneq 55
Elías Elíasson
— Ætli ekki! Ég veit til dæmis, að hann hefSi aldrei farið að drepa
skepnurnar ------
— Þú átt við-----?
— Lömbin, manneskja! Þau detta niður eins og skotin, sjö á tíu dögum.
Og enginn veit neitt úr hverju. Nei, hann hefði aldrei látið neitt bitna á
skepnunum, meðan hann var lífs. ESa þegar bezta kýrin okkar beiðir upp
hvað eftir annað, skepna orðin átta vetra, og ævinlega kelfzt í fyrsta sinn,
sem henni hefir verið haldið. Dyrnar opnast gætilega. Það er heimasætan
fyrrverandi, sem stendur í gættinni. — Það er sími til þín, Halldóra.
Þegar Halldóra er farin þokast stúlkan inn fyrir. — Þú ert ekki orðin
góð í hendinni ennþá, mamma?
— Nei, og finn ekki að mér fari neitt fram. Hún Halldóra mín talaöi
við þessa konu, sem hún hefir samband við, en ég hef ekki orðiö vör við
neinn bata. Hún sagði líka, að það væri erfitt að komast að því, hvað sem
hún hefir nú meint með því.
— Hvað segir læknirinn?
— Hann? Ég hef ekkert hitt hann. Það er víst ekki verra að leita til
hennar Halldóru.
— Æ, mamma, ég skil hvorki upp né niöur í þessu, að þú skulir vera
koniin svona í þessa andatrú.
— Hvað heldurÖu að þú berir skynbragð á það, harn? Og af hverju ertu
hálfkjökrandi? Ekkjan hvessir augun á dóttur sina. — Er hann kannski
orðinn vondur við þig strax, kærastinn?
— Mamma! Það sem þér getur dottið í hug.
— Nei, ég ætlaði bara að segja þaÖ við þig, að þú skyldir þá láta hann róa.
Drekkur hann?
— Ne-ei. Rétt bragÖar það, svona til að vera með. Það er allt í lagi með
okkur. Mamma, þú ættir að koma til okkar, þegar við erum flutt. Það mundi
hressa þig upp. Það glaönar dálítið yfir stúlkunni við tilhugsunina.
En ekkjan mildast lítið við það. — Það verÖur að minnsta kosti ekki i
bráð. Ég hef nóg að gera hér, eins og ástandið er.
— Og hvað getur þú gert, mamma? Eins og þú getir eitthvað gert, þó
þessi skömm sé í lömbunum. Heldurðu að Elli verði ekki að sjá um það?
Auk þess ertu handlama. Komdu bara með mér strax, ég vil ekki hafa þig
hérna. Þetta er allt ímyndun í þér, mamma. Hún Anna var að segja mér
— a —
373