Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 58
Tímarit Máls og menningar
Og hann var bara kvikindi, reglulegt óartarkvikindi við sína nánustu, ég
segi það eins og var, þó hann sé dauÖur. Ég er ekki aÖ segja að Elías
minn væri mikið skárri, en ég fortek fyrir guði — og hverjum sem er —
að hann hafi verið verri. Svo ég botna hreint ekkert í þessum ósköpum með
hann. Og að biðja fyrir honum, eitthvað öðrum fremur, það hefir mér hreint
ekki dottið í hug. Það er ekki það, engum væri kærara en mér, að hann
fengi frið í gröfinni, tötrið, úr því hann er dauöur á annaÖ borð. En að það
komist í framkvæmd með mínum fyrirbænum, það kemur ekki til mála.
Vinkonan hvimar augum um herbergið meÖan ekkjan lætur dæluna ganga.
Það er talsvert farið að skyggja — og hér eru ekki rafljós. Og nóvembernóttin
er löng. Hún á ekki annars úrkosti en að gista. Og þótt henni sé hugleikiÖ að
gera vinkonu sinni greiða, sem hún veit að hún fær ríkulega goldinn, ef vel
tekst til, þá sækir að henni óhugnaður, sem hún vildi fegin vera laus við. Hún
gaumgæfir vinkonu sína öðru hvoru, veit að hún er vön að ganga með festu
og dugnaöi að hverju verki og ekki kvartsár manneskja. En fegin vildi hún
vera komin heim í stofuna sína, í hlýtt dularrökkur innan götuljósa, og auð-
velt að rjúfa það með því að styðja laust á rofa. Það er annað fyrir skyggna
konu að verða eins og annars vör á slíkum stað og í návist fólks, sem skilur
slíka hluti réttum skilningi. Þeim skilningi er ekki til að dreifa hér. Og hér er
allt svo nöturlegt, gegnsæ gluggatjöld, fátækleg húsgögn, fjalagólf, sem marr-
ar í við hvert spor sem maður stígur. Og þegar dimmt er orðið læsist myrkr-
ið um húsið, eitt hús í endalausum myrkraheimi, með olíulampa í hverju
herbergi, daufa týru, sem lýsir aðeins lítinn hluta hvers herbergis. Það fer
hrollur um vinkonuna. Ekkjan veitir því athygli. — Það setur að þér, Hall-
dóra mín. Þú ert auÖvitað þreytt eftir ferðina. Og svo er heldur ekki eins
heitt hérna og heima hjá þér. Ég skal skreppa niöur og skerpa á miÖstöÖinni.
Eða biðja hana Onnu að gera það. Viltu ekki bregða herÖasjalinu mínu yfir
þig á meðan? En vinkonan aftekur að sér sé kalt. — Mér datt bara í hug —
að við ættum kannski að fá — einhvern mér færari til að gera eitthvaÖ í
þessu fyrir þig, segir hún, efandi þó.
— Já, þú mátt ekki halda að ég vantreysti þér og þínum hæfileikum nokk-
uð, segir ekkjan. — En mér hefir líka dottið þetta í hug. Svo þessvegna bað
ég prestinn að koma hingaö í kvöld.
— Prestinn? Vinkonan starir á hana felmtruð og ringluÖ.
— Auðvitað sagði ég honum ekkert hvað ég vildi honum, flýtir ekkjan sér
að bæta við. — Það ætlaÖi ég að biðja þig að gera, þú kemur svo vel orðum
að þessu, eftir hans höfði.
376