Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Blaðsíða 63
Elías Elíasson
legir prestar gera, því þar eru sæti kirkjufólksins. Þegar þau eru í messuleik
stendur presturinn ævinlega uppi á altarinu. Guðný var einmitt að blessa
yfir söfnuðinn, baðaði út höndunum og söng: Hvaða þras — hávaði og mas
— haltu kjafti og bíttu gras. En þetta lærði hún af stráknum, sem var í sumar
og syngur það alltaf síðan, þegar þau eru í messuleik. Þá datt hún fram af
altarinu í miðri vísu. Það var alveg eins og henni væri hrint, fullyrðir Vigga.
Fólkið forðast að líta hvort á annað. Frúin, Halldóra, er óvenju fyrirferðar-
lítil við hlið ekkj unnar. — Það gæti hugsazt að huldufólk byggi þarna, segir
hún vandræðalega. — Því er svo illa við hávaða og traðk á híbýlum sínum.
Bóndinn hlær gremjulega. — Það er þá furðu þolinmótt. Þarna fórum við
systkinin í alla mögulega leiki, þegar við vorum lítil. Ég hef aldrei heyrt um
neitt huldufólk hér á Brekku ...
— Það getur ýmislegt verið tii, sem þú hefir ekki heyrt um, Elías, segir
ekkjan hvasst. — Þú ættir þó að muna eftir honum Álfabletti, hérna inn í
iniðju túni. Ég veit ekki til að hann hafi nokkurntíma verið sleginn, hvorki af
þér né föður þínum. Svo ég veit ekki hvað þú ert að fara með. Huldufólk er
líklega hér á Brekku, eins og annarsstaðar, þó að við höfum ekkert samband
haft við það, sem ekki er von, jafn gersamlega óupplýst fólk í andlegum efn-
um og við erum. Nema þessi litla kristindómsfræðsla sem maður fékk, og
sýnist nú hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá ykkur systkinunum, sem
ekki trúið einu sinni á annað líf.
— Mamma! hrópar dóttirin hneyksluð. En sonurinn eyðir ekki orðum að
fjasi móður sinnar. Hann vill tala við lækni, vegna telpunnar. Anna húsfreyja
er inni hjá henni og sinnir þörfum hennar áhyggjufull.
— Ykkur finnst liklega að mig varði ekki mikið um tóruna í henni nöfnu
minni, en ég hefði nú beðið hana Halldóru mína að halda í hendina á henni
og fara með eitthvert gott orð, fremur en tala við þennan lækni, sem aldrei
getur eða gerir neitt, þusar ekkjan með þunga.
— Ætli það ætti ekki að nægja, að hún móðir hennar sé yfir henni, þrum-
ar sonurinn urn leið og hann vindur sér fram á ganginn að símanum.
— Nei, nei, góða Guðný mín, segir vinkonan særð. — Það þýðir ekkert
fyrir mig, þar sem svona mikil andúð og vantrú er annars vegar.
— Það er ekki það, grípur dóttirin fram í fyrir henni í hænarrómi. —
Hann Elli misskildi mömmu. Þú mátt trúa því, að hann átti ekki við það sem
þú heldur. Og ég er viss um að hún Anna yrði þér reglulega þakklát, ef þú
vilt gera þetta fyrir mömmu. Hún horfir grátbiðjandi á þær til skiptis, móður
sína og vinkonuna. Og Halldóra mildast óðara. — Æ, það er nú svo lítið, sem
381
L