Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Síða 64
Tímarit Máls og mcnningar
ég get. En stundum hefir mér máttkari og hetri verum tekizt að nola mig sem
verkfæri, segir hún hátíðlega.
— O-o, þær hafa nú stundum notazt við þá sem síður skyldi, eftir því sem
maður hefir heyrt, fullyrðir ekkjan. — Ef það er nú satt, að annar eins ó-
merkingur og hann Hafliði hérna frá Bjólu sé farinn að gera ótrúlegustu
kraftaverk fyrir sunnan. Eins og hann hagaði sér meðan hann var mjólkur-
bílstjóri hérna, bæði við foreldrana og kærustuna — eða kærusturnar, rétt-
ara sagt. Því ekki var nú nema mánuðurinn á milli barnanna hjá þeim, og það
tvíburar hjá þeirri, sem hann var ekki hringtrúlofaður. Þvílíkt! Tvíburar!
Maður hefir aldrei heyrt annað eins. Og svo laug þetta hræ úr og í um alla
skapaða hluti. Þarna lá við að hann legði þrenna foreldra í gröfina: foreldra
sína, og svo Ástu, ræfilsins, og Imbu, druslunnar, með tvíburana. Svo stekkur
þetta suður frá öllu saman og lætur ekkert til sín spyrjast fyrr en hann er gift-
ur þeirri þriðju og farinn að lækna fólk með handayfirlagningum og fyrir-
bænum. Eg hef heyrt fullyrt, að hann geri hrein kraftaverk. Svo manni finnst
nú, að manneskja eins og þú, Halldóra mín, sem aldrei hefir svo mikið sem
hugsað óhreina hugsun, hvað þá drýgt nokkra synd, hljóti að vera ólíkt með-
færilegra verkfæri í drottins hendi, en þessháttar kónar.
Vinkonan andvarpar, fer hjá sér og rennir síðan augum upp í eldhússloftið.
Og ofan af loftskörinni kallar húsmóðirin angistarlega: Halldóra! Halldóra
mín! 1 guðs bænum komdu. Hún er að líða útaf í höndunum á mér.
Húsbóndinn sleppir heyrnartækinu og hrópar: — Reyndu að stilla þig,
kona! Er hún að fá aðsvif aftur? Ég er að tala við læknirinn, hann er alveg
að koma.
En konurnar eru allar teknar á rás upp stigann og heyra varla til hans.
Stiginn glymur og skelfur undir misþungu fótataki þeirra. Og á eftir þjóta
hörnin og ýlfrandi hundurinn Sesar á hæla þeim. Kötturinn, Kleópatra, hefir
laumazt undir eldavélina og þvær sér í ákafa, ósnortinn af fyrirgangi heimil-
isfólksins og Sesars. Öðruhverju lygnir hann værðarlega augum með þeirri
alvitru heimspeki í svipnum, sem köttum einum er eiginleg. En heimilisfaðir-
inn er allt annað en vær á svipinn, þegar hann þrífur ofan heyrnartækið og
hlustar. Tvær konur á línunni eru að hefja samtal: Hvernig líður nýbærunni
hjá þér? — Ég þarf að ná í stöðina í grænum hvelli, öskrar bóndinn frunta-
lega i eyru þeirra. — Það varð slys hérna, bætir hann við, þegar konurnar
hvá. Þær þagna strax, og hann hringir á stöðina eins og óður maður. Kon-
urnar hengja upp heyrnartækin meðan hann hringir, en um leið og stöðin
svarar taka þær báðar ofan aftur. Þær hengja áreiðanlega ekki upp aftur
382