Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Síða 65
Elíus Elíassun
fyrr en liann er búinn að tala við lækninn. Maður lætur nú ekki slysafréttir
fara framhjá sér. Það er alltaf öruggast að fá þær frá fyrstu hendi.
En þær fá engar fréttir strax. Læknirinn er ekki heima, hefir verið kvaddur
til sjúklings á hinum enda héraðsins. Og það tekur langa stund að ná í hann.
Því eins og ævinlega, þegar læknir er sóttur til sjúklings í sveitahéruðum,
reynast flestir á línu sjúklingsins meir og minna illa haldnir ýmsum kvillum.
Og jafnvel á öðrum nærliggjandi línum. Meðan stúlkan á símstöðinni rekur
slóð læknisins, eins og þaulæfður leynilögreglumaður slóð glæpamanns, sitja
konurnar á Brekku umhverfis litlu stúlkuna og vinkona ekkjunnar heldur í
hönd barnsins, horfandi hálfluktum augum inn í framandi veröld. Móðirin
situr með telpuna í fanginu, áhyggjufull en ekki vonlaus. Ekkjan hefir tekið
drenginn Elías á kné sér og horfir fast á nöfnu sína. Það er hörð einbeitni í
tillitinu. Og dóttirin, Sigríður, drúpir höfði, ráðvillt og heygjuleg, líður sýni-
lega illa. Vigga litla hefir stungið upp í sig fingri og sýgur hann í ákafa.
— Það er einhver liér inni, sem ekki trúir og dregur úr mér kraft, hvíslar
vinkonan nær óþekkj anlegri röddu, tæpir á orðunum, eins og hún sé að herma
eftir barni.
— Ættum við ekki að syngja sálm, Halldóra mín, leggur ekkjan til mála.
— Jú, við skulum syngja sálm, einhvern fagran, traustvekjandi sálm,
lijalar vinkonan, án þess að opna augun. Sýnilega er hún þegar að hálfu í öðr-
um heimi. — Við þörfnumst öll hjálpar — öll hjálpar og miskunnar og þess
unaðssemdanna ástarkrafts, sem streymir fram — streymir fram.
— Náðu í sálmabókina mína, Sigga, segir ekkjan, en tekur sig á. — Nei,
mér dettur nú í hug sálmur, sem þið hljótið allar að kunna: Ó, minn Jesú,
elskan bliða, ofan kominn hér á jörð, helvítis við her að stríða — kunnið
þið þetta ekki allar? Konurnar hrökkva saman og vinkonan glennir upp aug-
un og er öll komin inn í svefnherbergi Brekkuhjóna. — Ekki þetta, elsku
Guðný mín, biður hún kærleiksþrunginni umburðarlyndisröddu. Ekkjan
skilur hvorki upp né niður. — Nú, ég hélt að það væri þó guðsorð, og það
ekki af lakasta tagi, segir hún dálítið afundin. Vinkonan flýtir sér að loka
augunum. — 0, eitthvað ljúft og blítt, sem veitir elskunni styrk og kærleik-
anum lækningamáttinn — Til dæmis þetta: Sanni vinur sálar minnar —
hvernig er þetta nú aftur — líkna sekum synda þræli — nei — það er í næsta
versi. Hvaða fyrirmunun er þetta, að ég skuli vera búin að gleyma sálminum,
sem ég var alltaf að reyna að innprenta honum Elíasi mínum að fara með, þó
383