Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 68

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Side 68
Timarit Máls ug mcnningar prestinum, jaínvel áður en hann er setztur. Ekkjan veitir því ekki athygli strax. Hún kallar á vinkonu sína og býður lienni sæti andspænis presti, einn- ig þarf hún að aðgæla lampann, að hann ósi ekki og síðan að kynna vinkonu sína prestinum. Og prestur spyr eftir telpunni. Einhver hafði heyrt í símanum, að það hefði slasazt barn hérna. Ojá, ekkjan kannast við það, en telpunni líður betur, þó ekki sé það lækninum að þakka — og lítur íbyggin til Hall- dóru sinnar, — hún sefur núna, blessa barnið. Og þá tekur prestur til að hnerra. Hann ber vasaklút að vitum sér og hnerrar ákaft, vitanlega hnerrar svo fínn maður ekki út í loftið eða í lófa sinn, eins og venjulegt fólk, en drun- urnar af hnerrum hans eru engu að síður óhugnanlega háværar. Konurnar stara háðar á liann furðu lostnar. En hann hnerrar hvað eftir annað í vasa- klútinn sinn, reynir að brosa afsakandi til þeirra, en hrekkur ekki orð af vör- um. Loks gelur ekkjan ekki þagað lengur. — Guð hjálpi þér, maður, segir hún hátt og heldur hvasslegar en hún ætlaði sér. Og eins og við manninn mælt hættir presturinn að hnerra, þurrkar sér vendilega um vitin, stingur klútnum í vasa sinn og brosir þakklátlega til hennar. — Eg er líklega að fá kvef, segir hann, sér til afsökunar og botnar hvorki upp né niður í tortryggnu og föstu augnaráði ekkjunnar. — Þetta getur varla verið neitt alvarlegt, full- yrðir hann uppörvandi. — Það hefir ekkert kvef verið að ganga hjá okkur. — Ekki hér heldur, segir ekkjan þurrlega. — En hingað til hefir nú þótt vissara að biðja guð að hjálpa sér, þegar maður hnerrar. Vinkona hennar tekur hart viðbragð, áður en presti vinnst tími til að átta sig. — Lampinn, Guðný min, lampinn ósar! Og við prestinn segir hún hlýlega: — Yður hefir líklega orðið kalt á leiðinni. En það er svo hlýtt hérna, að þetta lagast von- andi. Húskuldinn er alltaf hættulegastur. — Já, það er einmitt það, samsinnir prestur feginshugar. — Sennilega hef ég ekki verið nógu vel klæddur. En þetta er orðið gott aftur. Það er eins og þér segið, frú, það er húskuldinn, sem er verstur. Það er einmitt það. Ekkjan hefir nú komið ljósinu í rétt horf og getur aftur beint athyglinni að sáluhirði sínum, enn ekki fullkomlega laus við tortryggni. Satt er það, ekki er þessi granni, næstum því krakkalegi piltur, líklegur til stórræða, en vígður er hann, það er þó víst og rétt. Hún minnist þess, að talað var um að fólk kynni fyrir sér, en ekki er hann þesslegur þessa stundina, rauðnefjaður eftir hinn ákafa hnerra og voteygur. Um Halldóru gegnir öðru máli, á henni get- ur hver maður séð, að þar fer bæði góð og göfug manneskja og auk þess manneskja, sem veit jafnlangt nefi sínu, að ekki sé meira sagt. En vígður maður er þó vígður maður, meðan hann hefir ekkert af sér brotið. Og hvern- 386
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.