Tímarit Máls og menningar - 01.12.1966, Blaðsíða 71
Elías Elíasson
að ef ég get eitthvað gert fyrir fólkið hérna, þá tel ég mér það bæði ljúft og
skylt. Ekki sízt eftir það sem þér sögðuð áðan um það sem ég talaði yfir
Elíasi heitnum. Þér skiljið, það er svo sjaldan sem maður fær viöurkenningu.
— Er það virkilega? Mér heyrist bókstaflega allir, sem á yöur minnast,
liafa svo mikið álit á yður. Prestur lyftist í stólnum og hættir að toga í fing-
urna, svipurinn verður hýr eins og á góðu barni, sem fær verðugt hrós í opin
eyru.
— Er það satt? Auövitað reyni ég að gera mitt bezta — en það er aldrei
að vita hvað fólk vill helzt heyra. Maður reynir — en það er svo mikiÖ trú-
leysi og fólk er svo fáfrótt, alveg ótrúlega fáfrótt.
— Ég held að fólk sé ekki eins trúlaust og þið hugsiö, prestarnir, þó það
sé kannski ööruvísi trúað .. .
— Nei, ég átti ekki við það, fullvissar prestur og lyftir hægri hendi til á-
herzlu. — Ég er ekkert að fást um það hverju fólk trúir, aðeins ef það trúir,
ég meina, ef það trúir á algóöan guð, þér skiljið. Ég á við, ef það trúir á
sína trú, þér skiljiö ... Hún kinkar kolli, full lotningar og djúpt snortin. —
Ó, ég skil yöur svo vel, þér segið þetta svo fallega, einmitt svo fallega. Svona
hef ég líka hugsað á minn hátt, að guð mundi ekkert vera að fást um það
hverju maður trúir, aöeins ef maður trúir og breytir eftir sinni trú.
— Ja, ég átti ekki alveg við það, heldur hitt, að ofmikil kredduhneigð, þér
skiljið, og þröngsýni í trúarefnum, geri aðeins illt verra. Ég vil efla áhrif
kirkjunnar, álít að hún eigi að láta allsstaðar til sín taka, í félagsmálum,
fræöslumálum, uppeldismálum, sem sagt: á öllum sviðum þjóðlífsins. Kirkj-
an á ekki að vera hornreka, eins og hún hefir verið með okkar þjóð öldum
saman. Vér þörfnumst trúar, á því er enginn vafi, gott og vel, ef vér þörfn-
umst trúar þörfnumst vér kirkju, ef vér þörfnumst kirkju þarfnast hún vor
sjálfra og þess ...
Prestur, sem allur hefir blásið í sundur meðan hann talaði, þagnar skyndi-
lega þegar drepið er hóglega að dyrum og fyrrverandi heimasæta birtist þar
með bollabakka í höndum. Og aökomukonan fær stund til að hugsa sitt ráð;
stúlkan leggur á borð handa þremur. Og prestur lætur viðgang kirkjunnar
lönd og leiÖ, en tekur að spyrja um veraldlega hluti. Meir að segja lætur
hann fjúka svo hnittna brandara, að stúlkan getur ekki stillt sig um að
hlæja, enda geðjast henni mjög vel að unga prestinum, einkum utan hempu,
þó hann sé að sjálfsögðu einnig ágætur innan hennar. Af eðlilegum ástæðum
þúast þau, presturinn tók það fram í sinni fyrstu stólræðu hér að hann frá-
liæði sér þéringar sóknarbarna sinna. Enda lítur yngra fólkið á hann eins og
389